Fyrsti enski markvörðurinn til að vinna vítakeppni í 22 ár: Bara Falcao kom mér á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 18:30 Jordan Pickford fagnar vítamarkvörslu sinni. Vísir/Getty Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, endaði í gær meira en tuttugu ára bið ensks landsliðsmarkvarðar eftir því að vinna vítakeppni á stórmóti. Jordan Pickford varði eina spyrnu Kólumbíumanna og önnur spyrna fór síðan í slá og niður. Enska liðið vann vítakeppnina 4-3 og tryggði sér með því leik á móti Svíþjóð í átta liða úrslitum HM í Rússlandi. Síðastur til vinna vítakeppni var David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal, en hann varði eitt víti frá Spánverjum í vítakeppni Englands og Spánar í átta liða úrslitum EM í Englandi 22. júní 1996.1998 - Jordan Pickford was the first England goalkeeper to save a penalty in a penalty shoot-out at a major tournament since David Seaman at World Cup 1998 against Argentina. Crucial.#COLENG#ENG#WorldCup#ThreeLionspic.twitter.com/qdwp7zRezO — OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2018 Jordan Pickford var þá aðeins tveggja ára og þriggja mánaða gamall en markvörðurinn er fæddur 7. mars 1994. Leikmenn enska landsliðsins æfðu vítaspyrnur fyrir úrslitakeppnia og markvörðurinn var einnig búinn að fara mjög vel yfir það hvar leikmenn andstæðinganna voru vanir að skjóta í vítaspyrnum sínum. „Ég er búinn að vinna mikla undirbúningsvinnu fyrir þessa vítakeppni. Það var bara Falcao sem sparkaði ekki boltanum þangað sem hann var vanur,“ sagði Jordan Pickford. Radamel Falcao tók fyrstu vítaspyrnu Kólumbíumanna en svo var Jordan Pickford alltaf nær og nær því að verja víti þar til að hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Kólumbíumanna.What an unbelievable night now to get ready for Saturday #england#sendthemin#wereonourwaypic.twitter.com/VIyRtekyp7 — Jordan Pickford (@JPickford1) July 4, 2018 Jordan Pickford hefur ekki þótt alltof sannfærandi og markvarslan er á blaði yfir veikustu þætti enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Pickford hefur hinsvegar unnið sér inn marga aðdáendur með frammistöðunni í vítakeppninni í gær. Vísir hefur ekki fengið það staðfest en miðað við hvað Gylfi Þór Sigurðsson er duglegur að æfa aukalega þá má búast við því að þeir félagar hafi tekið nokkrar auka skotæfingar saman á æfingasvæði Everton.Jordan Pickford saves England’s World Cup dream pic.twitter.com/aaDcUhwq1L — B/R Football (@brfootball) July 3, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, endaði í gær meira en tuttugu ára bið ensks landsliðsmarkvarðar eftir því að vinna vítakeppni á stórmóti. Jordan Pickford varði eina spyrnu Kólumbíumanna og önnur spyrna fór síðan í slá og niður. Enska liðið vann vítakeppnina 4-3 og tryggði sér með því leik á móti Svíþjóð í átta liða úrslitum HM í Rússlandi. Síðastur til vinna vítakeppni var David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal, en hann varði eitt víti frá Spánverjum í vítakeppni Englands og Spánar í átta liða úrslitum EM í Englandi 22. júní 1996.1998 - Jordan Pickford was the first England goalkeeper to save a penalty in a penalty shoot-out at a major tournament since David Seaman at World Cup 1998 against Argentina. Crucial.#COLENG#ENG#WorldCup#ThreeLionspic.twitter.com/qdwp7zRezO — OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2018 Jordan Pickford var þá aðeins tveggja ára og þriggja mánaða gamall en markvörðurinn er fæddur 7. mars 1994. Leikmenn enska landsliðsins æfðu vítaspyrnur fyrir úrslitakeppnia og markvörðurinn var einnig búinn að fara mjög vel yfir það hvar leikmenn andstæðinganna voru vanir að skjóta í vítaspyrnum sínum. „Ég er búinn að vinna mikla undirbúningsvinnu fyrir þessa vítakeppni. Það var bara Falcao sem sparkaði ekki boltanum þangað sem hann var vanur,“ sagði Jordan Pickford. Radamel Falcao tók fyrstu vítaspyrnu Kólumbíumanna en svo var Jordan Pickford alltaf nær og nær því að verja víti þar til að hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Kólumbíumanna.What an unbelievable night now to get ready for Saturday #england#sendthemin#wereonourwaypic.twitter.com/VIyRtekyp7 — Jordan Pickford (@JPickford1) July 4, 2018 Jordan Pickford hefur ekki þótt alltof sannfærandi og markvarslan er á blaði yfir veikustu þætti enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Pickford hefur hinsvegar unnið sér inn marga aðdáendur með frammistöðunni í vítakeppninni í gær. Vísir hefur ekki fengið það staðfest en miðað við hvað Gylfi Þór Sigurðsson er duglegur að æfa aukalega þá má búast við því að þeir félagar hafi tekið nokkrar auka skotæfingar saman á æfingasvæði Everton.Jordan Pickford saves England’s World Cup dream pic.twitter.com/aaDcUhwq1L — B/R Football (@brfootball) July 3, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira