Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júlí 2018 06:00 VÍSIR/VILHELM Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. Þetta segir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í yfirlýsingu vegna kjaradeilu ljósmæðra. Bjarni lét hafa eftir sér í vikunni að aðferðir Íslendinga við að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum væru meingallaðar. Birting fjármálaráðuneytisins á launatölum ljósmæðra og samanburði við aðrar stéttir hefur vakið hörð viðbrögð og er ráðherrann sakaður um að að hella olíu á eldinn í viðkvæmri og alvarlegri deilu. Hjúkrunarfræðingar segja tölurnar ekki gefa rétta mynd. „Ljósmæður eru að hætta störfum, uppsagnir hafa tekið gildi og eru fleiri uppsagnir yfirvofandi. Hjúkrunarfræðingar hafa horft upp á það í lengri tíma að hjúkrunarfræðingar eru að hætta í starfi, fara í önnur betur launuð störf og sífellt fleiri hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Skrifaðar hafa verið skýrslur, m.a. af Fíh og Ríkisendurskoðun um málið þar sem lagðar eru til leiðir til að bregðast við en lítið ber á raunverulegum aðgerðum til þess að breyta þessu ástandi. Það sama virðist vera að gerast hjá ljósmæðrum,“ segir í yfirlýsingu hjúkrunarfræðinga. Minna þeir á að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á að landsmenn njóti fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og að ljósmæður eigi stóran hlut í þeim árangri sem náðst hafi á síðustu áratugum í ungbarna- og mæðravernd. „Þeim árangri er stefnt í hættu með aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda. Staðan er grafalvarleg og skorar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga því á fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við ljósmæður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. Þetta segir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í yfirlýsingu vegna kjaradeilu ljósmæðra. Bjarni lét hafa eftir sér í vikunni að aðferðir Íslendinga við að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum væru meingallaðar. Birting fjármálaráðuneytisins á launatölum ljósmæðra og samanburði við aðrar stéttir hefur vakið hörð viðbrögð og er ráðherrann sakaður um að að hella olíu á eldinn í viðkvæmri og alvarlegri deilu. Hjúkrunarfræðingar segja tölurnar ekki gefa rétta mynd. „Ljósmæður eru að hætta störfum, uppsagnir hafa tekið gildi og eru fleiri uppsagnir yfirvofandi. Hjúkrunarfræðingar hafa horft upp á það í lengri tíma að hjúkrunarfræðingar eru að hætta í starfi, fara í önnur betur launuð störf og sífellt fleiri hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Skrifaðar hafa verið skýrslur, m.a. af Fíh og Ríkisendurskoðun um málið þar sem lagðar eru til leiðir til að bregðast við en lítið ber á raunverulegum aðgerðum til þess að breyta þessu ástandi. Það sama virðist vera að gerast hjá ljósmæðrum,“ segir í yfirlýsingu hjúkrunarfræðinga. Minna þeir á að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á að landsmenn njóti fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og að ljósmæður eigi stóran hlut í þeim árangri sem náðst hafi á síðustu áratugum í ungbarna- og mæðravernd. „Þeim árangri er stefnt í hættu með aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda. Staðan er grafalvarleg og skorar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga því á fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við ljósmæður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00