Neymar búinn að liggja í grasinu í fjórtán mínútur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 09:00 Algeng sjón á HM. Leikurinn stopp og Neymar engist um af sársauka. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira