Neymar búinn að liggja í grasinu í fjórtán mínútur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 09:00 Algeng sjón á HM. Leikurinn stopp og Neymar engist um af sársauka. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira