Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 10:25 Unnið er að því að dæla vatni upp úr helliskerfinu. Vísir/EPA Vonast er til að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. Aðstæður til björgunar hafa verið mjög erfiðar vegna yfirstandandi rigningatímabils og vonast björgunarlið til að hægt verði að hafa hraðar hendur og ná þeim út áður en bætir í rigningu á morgun. „Markmiðið er að ná strákunum út í dag eða á morgun“ segir Sanpon Kaeeri hjá taílenska björgunarliðinu í samtali fréttamann NRK sem er á staðnum. Hann segir mjög marga nú vinna að því að dæla vatni upp úr hellakerfinu. Drengirnir tólf og þjálfari þeirra hafa verið fastir í hellinum í tólf daga, en þeir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Um þúsund manns vinna nú að því að ná drengjunum út, meðal annars hermenn, björgunarsveitir og munkar.NRK greinir frá því að við núverandi aðstæður myndi taka ellefu tíma að ná hverjum og einum dreng út. Bæti í rigningu myndi sá tímarammi breytast. Héraðsstjórinn Narongsak Osatanakorn segist hafa mestar áhyggjur af veðrinu. Hann hefur beðið yfirmann sjóhersins, sem ábyrgð ber á björgunaraðgerðum, að leggja mat á hvort mögulegt sé að bjarga drengjunum í dag. „Þeir munu ákvarða það hvort við getum tekið þá áhættu,“ segir Osatanakorn, sem áður hefur sagt að ekki yrði reynt að koma drengjunum út ef áhættan er talin of mikil. Drengirnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. Þeir héldu inn í hellinn 23. júní þegar hann var þurr en festust þegar skyndilega skall á með mikilli rigningu sem lokaði útgönguleiðum. Breskir kafarar fundu svo drengina um fjórum kílómetrum frá hellismunnanum á mánudaginn.Uppfært kl 11:28:NRK greinir frá því nú klukkan 11 hafi verið byrjað að flytja björgunarvesti inn í hellinn til strákanna. Fyrst eigi að koma yngsta drengnum út, en sá er ellefu ára að aldri. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Vonast er til að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. Aðstæður til björgunar hafa verið mjög erfiðar vegna yfirstandandi rigningatímabils og vonast björgunarlið til að hægt verði að hafa hraðar hendur og ná þeim út áður en bætir í rigningu á morgun. „Markmiðið er að ná strákunum út í dag eða á morgun“ segir Sanpon Kaeeri hjá taílenska björgunarliðinu í samtali fréttamann NRK sem er á staðnum. Hann segir mjög marga nú vinna að því að dæla vatni upp úr hellakerfinu. Drengirnir tólf og þjálfari þeirra hafa verið fastir í hellinum í tólf daga, en þeir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Um þúsund manns vinna nú að því að ná drengjunum út, meðal annars hermenn, björgunarsveitir og munkar.NRK greinir frá því að við núverandi aðstæður myndi taka ellefu tíma að ná hverjum og einum dreng út. Bæti í rigningu myndi sá tímarammi breytast. Héraðsstjórinn Narongsak Osatanakorn segist hafa mestar áhyggjur af veðrinu. Hann hefur beðið yfirmann sjóhersins, sem ábyrgð ber á björgunaraðgerðum, að leggja mat á hvort mögulegt sé að bjarga drengjunum í dag. „Þeir munu ákvarða það hvort við getum tekið þá áhættu,“ segir Osatanakorn, sem áður hefur sagt að ekki yrði reynt að koma drengjunum út ef áhættan er talin of mikil. Drengirnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. Þeir héldu inn í hellinn 23. júní þegar hann var þurr en festust þegar skyndilega skall á með mikilli rigningu sem lokaði útgönguleiðum. Breskir kafarar fundu svo drengina um fjórum kílómetrum frá hellismunnanum á mánudaginn.Uppfært kl 11:28:NRK greinir frá því nú klukkan 11 hafi verið byrjað að flytja björgunarvesti inn í hellinn til strákanna. Fyrst eigi að koma yngsta drengnum út, en sá er ellefu ára að aldri.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18