Danilo, hægri bakvörður brasilíska landsliðsins og Manchester City, spilar ekki meira á heimsmeisaramótinu í Rússlandi vegna meiðsla.
Hann meiddist á æfingu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Belgíu í kvöld. Liðin mætast í 8-liða úrslitunum og flautað verður til leiks klukkan 18.00.
Danilo er að glíma við meiðsli á vinstri ökkla en hann er einnig að glíma við meiðsli í læri eftir að hann meiddist í fyrsta leiknum gegn Sviss.
Hann hefur ekki spilað eftir það en Fagner, hægri bakvörður Corinthians í Brasilíu, hefur tekið stöðu Danilo í mótinu.
Það virðast vera einhver álög á bakvörðum Brasilíu því fyrir mótið meiddist Daniel Alves og missti af öllu mótinu. Fagner er því þriðji bakvörður Brasilíu.
Það eru ekki bara hægri bakverðir Brasilíu sem hafa verið í vandræðum því Marcelo, vinstri bakvörður liðsins, meiddist einnig í síðast leik liðsins en vonir standa til að hann verði klár í kvöld.
Álögin halda áfram á bakvörðum Brasilíu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti



„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

