Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2018 16:30 Björkin fæðingarstofa opnaði vorið 2017. Vísir/Vilhelm Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15