Íbúar á Seyðisfirði þrýstu á um loftgæðamælingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 15:04 Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Vísir/getty Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Þórunn Hrund Óladóttir, bæjarfulltrúi fyrir Seyðisfjarðarlistann og formaður hafnarnefndar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Við erum í þröngum lokuðum firði þannig að menn verða varir við það þegar skipin eru í höfn og þess vegna eru uppi ákveðnar raddir um að þetta sé mikil mengun sem fylgi þessu. Við, bæjaryfirvöld, viljum að það sé á hreinu að þetta sé mælt og hægt að sjá, svart á hvítu hver mengunin er. Það er þá hægt að taka umræðuna út frá því, byggða á staðreyndum,“ segir Þórunn.Tafir á mælingumÞorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir að til standi að framkvæma reglubundnar mælingar á loftgæðum á Seyðisfirði. Þorsteinn segir að stofnunin hafi ætlað sér að vera byrjuð að mæla loftgæðin í Seyðisfirði en því miður hafi það ekki gengið eftir. Sérfræðingar hjá stofnuninni hafi rekist á ýmsar hindranir og þá hafi ferlið tekið lengri tíma en áætlað var. Mælitækin sem stofnunin notast við eru gömul og þá komu upp vandamál við að tengja þau við nýtt gagnakerfi sem heldur utan um gögn frá öllum mælum landsins. Það hafi í kjölfarið þurft að sérforrita mælana inn í kerfið. Í ljósi þess að það hafi tekið langan tíma að koma mælingunum af stað, og þær í raun ekki enn hafnar, hefur Þorsteinn ákveðið að mæla loftgæðin í lengri tíma. Þorsteinn segir að til standi að mælingarnar verði með svipuðu móti og í Eyjafirði á Akureyri þar sem bæði er mælt svifryk og brennisteinsdíoxíð (SO2). Hin síðarnefnda mæling gæti þá sagt til um hvort brennslu á svartolíu sé að ræða. Loftgæðamælingar á Akureyri hafa staðið yfir í áratug en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem brennisteinsdíoxíðinu var bætt við sökum aukinnar skipaumferðar.Skiptar skoðanir eru um ágæti skemmtiferðaskipa fyrir bæjarfélagið á Seyðisfirði. Mælingarnar eru upphafið að stefnumótum bæjarins um skipaumferð.Vísir/vilhelmÞorsteinn vonast til þess að geta hafið mælingar innan fárra vikna og mun mæla út þetta sumar og hið næsta. Þórunn segir það séu skiptar skoðanir um ágæti skemmtiferðaskipanna en komur þeirra til fjarðarins hafa aukist á síðustu árum til muna. „Það er erfitt að tala fyrir hönd allra bæjarbúa en þetta er þannig að það eru mjög margir ánægðir með þetta. Þetta náttúrulega gefur pening í bæinn og er að mörgu leyti skemmtilegt líka. Það er mikið af túristum en spurningin er sú hvenær verður þetta of mikið? Auðvitað eru ekkert allir ánægðir með þetta, sumum finnst þetta of mikið. Við þurfum að marka okkur skýra stefnu í þessum málum, hvort við ætlum að taka endalaust við eða hvernig það verður,“ segir Þórunn.Herða kröfur innan lögsögunnarÞorsteinn segir að það hafi komið upp í umræðunni að víkka út svæðið í kringum landið þar sem lágmarkskrafa sé að skipin séu á hreinni olíu. Eins og staðan er í dag er stórum flutningaskipum og skemmtiferðaskipum frjálst að brenna svartolíu svo framarlega sem þau skipti yfir í aðra olíu þegar þau leggjast að bryggju. Um farþega-eða skemmtiferðaskip gilda þær reglur að hámarks brennisteinsinnihald má ekki fara yfir 1,5% að því er fram kemur á vef Umhverfisstofnunar. Í sumum löndum ná stífar kröfur um bann við svartolíu miklu lengra út en á Íslandi, að sögn Þorsteins. „Það hefur verið umræða um að setja svoleiðis svæði í kringum Ísland og jafnvel út í 200 mílur en það er í rauninni ekkert sem við getum sett einhliða. Við erum aðilar að Alþjóðasiglingamálastofnuninni og hún og aðildarríki hennar þurfa að samþykkja það til þess að það sé virkt,“ segir Þorsteinn. Til þess að setja fram harðari kröfur um stærri skemmtiferðaskip og flutningaskip þurfi Ísland að leggja fram gögn sem sýna mengun frá skipun innan 200 mílna og reikna út hluta brennisteinsmengunar sem stafi frá skipaumferð við landið. „Þetta hafa menn gert í Evrópu og Eystrasaltinu, þar er svo svakalega mikil skipaumferð í svona innhafi og ekki eins mikið rok og rigning.“ Almennt munu reglur um svartolíu herðast árið 2020 því Alþjóða-siglingamálastofnun hefur ákveðið að á þeim tíma verðu aðildarríkin að virða reglur um að nota ekki yfir ákveðið brennisteinsmagn. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Þórunn Hrund Óladóttir, bæjarfulltrúi fyrir Seyðisfjarðarlistann og formaður hafnarnefndar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Við erum í þröngum lokuðum firði þannig að menn verða varir við það þegar skipin eru í höfn og þess vegna eru uppi ákveðnar raddir um að þetta sé mikil mengun sem fylgi þessu. Við, bæjaryfirvöld, viljum að það sé á hreinu að þetta sé mælt og hægt að sjá, svart á hvítu hver mengunin er. Það er þá hægt að taka umræðuna út frá því, byggða á staðreyndum,“ segir Þórunn.Tafir á mælingumÞorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir að til standi að framkvæma reglubundnar mælingar á loftgæðum á Seyðisfirði. Þorsteinn segir að stofnunin hafi ætlað sér að vera byrjuð að mæla loftgæðin í Seyðisfirði en því miður hafi það ekki gengið eftir. Sérfræðingar hjá stofnuninni hafi rekist á ýmsar hindranir og þá hafi ferlið tekið lengri tíma en áætlað var. Mælitækin sem stofnunin notast við eru gömul og þá komu upp vandamál við að tengja þau við nýtt gagnakerfi sem heldur utan um gögn frá öllum mælum landsins. Það hafi í kjölfarið þurft að sérforrita mælana inn í kerfið. Í ljósi þess að það hafi tekið langan tíma að koma mælingunum af stað, og þær í raun ekki enn hafnar, hefur Þorsteinn ákveðið að mæla loftgæðin í lengri tíma. Þorsteinn segir að til standi að mælingarnar verði með svipuðu móti og í Eyjafirði á Akureyri þar sem bæði er mælt svifryk og brennisteinsdíoxíð (SO2). Hin síðarnefnda mæling gæti þá sagt til um hvort brennslu á svartolíu sé að ræða. Loftgæðamælingar á Akureyri hafa staðið yfir í áratug en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem brennisteinsdíoxíðinu var bætt við sökum aukinnar skipaumferðar.Skiptar skoðanir eru um ágæti skemmtiferðaskipa fyrir bæjarfélagið á Seyðisfirði. Mælingarnar eru upphafið að stefnumótum bæjarins um skipaumferð.Vísir/vilhelmÞorsteinn vonast til þess að geta hafið mælingar innan fárra vikna og mun mæla út þetta sumar og hið næsta. Þórunn segir það séu skiptar skoðanir um ágæti skemmtiferðaskipanna en komur þeirra til fjarðarins hafa aukist á síðustu árum til muna. „Það er erfitt að tala fyrir hönd allra bæjarbúa en þetta er þannig að það eru mjög margir ánægðir með þetta. Þetta náttúrulega gefur pening í bæinn og er að mörgu leyti skemmtilegt líka. Það er mikið af túristum en spurningin er sú hvenær verður þetta of mikið? Auðvitað eru ekkert allir ánægðir með þetta, sumum finnst þetta of mikið. Við þurfum að marka okkur skýra stefnu í þessum málum, hvort við ætlum að taka endalaust við eða hvernig það verður,“ segir Þórunn.Herða kröfur innan lögsögunnarÞorsteinn segir að það hafi komið upp í umræðunni að víkka út svæðið í kringum landið þar sem lágmarkskrafa sé að skipin séu á hreinni olíu. Eins og staðan er í dag er stórum flutningaskipum og skemmtiferðaskipum frjálst að brenna svartolíu svo framarlega sem þau skipti yfir í aðra olíu þegar þau leggjast að bryggju. Um farþega-eða skemmtiferðaskip gilda þær reglur að hámarks brennisteinsinnihald má ekki fara yfir 1,5% að því er fram kemur á vef Umhverfisstofnunar. Í sumum löndum ná stífar kröfur um bann við svartolíu miklu lengra út en á Íslandi, að sögn Þorsteins. „Það hefur verið umræða um að setja svoleiðis svæði í kringum Ísland og jafnvel út í 200 mílur en það er í rauninni ekkert sem við getum sett einhliða. Við erum aðilar að Alþjóðasiglingamálastofnuninni og hún og aðildarríki hennar þurfa að samþykkja það til þess að það sé virkt,“ segir Þorsteinn. Til þess að setja fram harðari kröfur um stærri skemmtiferðaskip og flutningaskip þurfi Ísland að leggja fram gögn sem sýna mengun frá skipun innan 200 mílna og reikna út hluta brennisteinsmengunar sem stafi frá skipaumferð við landið. „Þetta hafa menn gert í Evrópu og Eystrasaltinu, þar er svo svakalega mikil skipaumferð í svona innhafi og ekki eins mikið rok og rigning.“ Almennt munu reglur um svartolíu herðast árið 2020 því Alþjóða-siglingamálastofnun hefur ákveðið að á þeim tíma verðu aðildarríkin að virða reglur um að nota ekki yfir ákveðið brennisteinsmagn.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07
Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00
Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36
Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00