Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 19:30 Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. Tuttugu og fimm prósenta tollur verður lagður á vörur að andvirði þrjú þúsund og sex hundruð milljarðar króna frá hvoru ríkinu um sig. Forseti Bandaríkjanna hótar að setja toll á allan innflutning frá Kína.Klukkan fjögur í nótt tóku gildi tilskipanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um 25 prósenta toll á ýmsar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna frá Kína. Þar má nefna vörur eins og bíla, tölvudrif og ýmsan iðnaðarvarning. Örfáum klukkustundum eftir að tollarnir tóku gildi lýsti kínverska viðskiptaráðuneytið því yfir að Kínverjar neyddust til að svara í sömu mynt.Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir Kínverja almennt mótfallna einhliða viðskiptahindrunum og vilji að viðskiptadeilur séu leystar af raunsæi í samningum.Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarðaVísir/Getty„En það krefst þess að viðeigandi aðilar mætist á miðri leið. Allur einhliða þrýstingur er til einskis og fólk ætti ekki að gera sér neinar grillur með annað. Þegar farið er illa með lögmæta hagsmuni Kína mun Kína að sjálfsögðu slá frá sér með nauðsynlegum aðgerðum,” segir Lu. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur síðan hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna. Kínverjar hafa meðal annars lagt 25 prósenta toll á bíla og ýmsar landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum sem munu hafa mikil áhrif í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna þar sem Trump naut mikils stuðnings í forsetakosningunum. Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó hafa einnig brugðist við hækkun tolla í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá þeim. Frekari viðbrögð eru í undirbúningi innan Evrópusambandsins. Dan Pruzin talsmaður Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar varar við afleiðingunum af vaxandi verndaraðgerðum stórveldanna og hvetur þau til samninga. „Afleiðingar þessarra aðgerða eru nú þegar farnar að segja til sín. Fyrirtæki eru hikandi í fjárfestingum, það er vaxandi skjálfti á mörkuðum og verð á sumum vörum fer hækkandi. Ef þetta ástand magnast mun það aðeins leiða til enn meiri áhrifa sem munu bitna á störfum fólks og vexti þeirra ríkja sem hlut eiga að máli og senda skjálfta í gegnum allt efnahagslíf heimsins,” segir Dan Pruzin. Donald Trump Efnahagsmál Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. Tuttugu og fimm prósenta tollur verður lagður á vörur að andvirði þrjú þúsund og sex hundruð milljarðar króna frá hvoru ríkinu um sig. Forseti Bandaríkjanna hótar að setja toll á allan innflutning frá Kína.Klukkan fjögur í nótt tóku gildi tilskipanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um 25 prósenta toll á ýmsar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna frá Kína. Þar má nefna vörur eins og bíla, tölvudrif og ýmsan iðnaðarvarning. Örfáum klukkustundum eftir að tollarnir tóku gildi lýsti kínverska viðskiptaráðuneytið því yfir að Kínverjar neyddust til að svara í sömu mynt.Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir Kínverja almennt mótfallna einhliða viðskiptahindrunum og vilji að viðskiptadeilur séu leystar af raunsæi í samningum.Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarðaVísir/Getty„En það krefst þess að viðeigandi aðilar mætist á miðri leið. Allur einhliða þrýstingur er til einskis og fólk ætti ekki að gera sér neinar grillur með annað. Þegar farið er illa með lögmæta hagsmuni Kína mun Kína að sjálfsögðu slá frá sér með nauðsynlegum aðgerðum,” segir Lu. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur síðan hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna. Kínverjar hafa meðal annars lagt 25 prósenta toll á bíla og ýmsar landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum sem munu hafa mikil áhrif í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna þar sem Trump naut mikils stuðnings í forsetakosningunum. Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó hafa einnig brugðist við hækkun tolla í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá þeim. Frekari viðbrögð eru í undirbúningi innan Evrópusambandsins. Dan Pruzin talsmaður Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar varar við afleiðingunum af vaxandi verndaraðgerðum stórveldanna og hvetur þau til samninga. „Afleiðingar þessarra aðgerða eru nú þegar farnar að segja til sín. Fyrirtæki eru hikandi í fjárfestingum, það er vaxandi skjálfti á mörkuðum og verð á sumum vörum fer hækkandi. Ef þetta ástand magnast mun það aðeins leiða til enn meiri áhrifa sem munu bitna á störfum fólks og vexti þeirra ríkja sem hlut eiga að máli og senda skjálfta í gegnum allt efnahagslíf heimsins,” segir Dan Pruzin.
Donald Trump Efnahagsmál Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20