Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2018 07:15 HIV-veiran. Bóluefni gegn henni byggir á blöndu lyfja. Nordicphotos/Getty Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. Lyfjakúrinn stöðvaði smit í öpum. Það voru vísindamenn við háskólasjúkrahúsið Beth Israel Deaconess í Harvard sem stóðu að rannsókninni en hún tók í senn til 393 heilbrigðra einstaklinga og apa. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet síðdegis í gær og tilkynntu að til stæði að færa prófanir með lyfjakúrinn á næsta stig þar sem reynt verður að bólusetja einstaklinga í Suður-Afríku fyrir HIV-smiti. „Þessi rannsókn sýnir fram á það að Ad26/Env, sem er blandaður lyfjakúr við HIV, framkallar öflugt ónæmisviðbragð í mönnum og öpum. Um leið myndaði bóluefni 67 prósent vörn gegn smiti í öpum,“ segir Dan H. Barouch, prófessor við læknadeild Harvard. Bóluefnið byggir á erfðaefni úr mismunandi kirnaröðum úr nokkrum stofnum HIV-veirunnar. Þannig er lyfjakúrinn hannaður til að vernda fyrir smiti alls staðar í heiminum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni eru frá Rúanda, Suður-Afríku, Úganda, Taílandi og Bandaríkjunum. Allir þátttakendur sýndu jákvæða svörun. Rúmlega 30 ár eru síðan vísindamenn staðfestu tilvisti HIV-veirunnar og á þeim tíma hafa vísindamenn um allan heim unnið að þróun bóluefnis. Sú vinna hefur gengið hægt. Þessi tiltekna rannsókn er sú fimmta í sögunni sem færð verður á stig tilrauna í mönnum. „Út frá þessum niðurstöðum hefur bóluefnið verið fært á næsta stig lyfjatilrauna, þar sem verkun í mönnum verður könnuð betur með því að freista þess að koma í veg fyrir HIV-smit í mönnum í Suður-Afríku,“ segir Barouch. „Við vonumst til að geta birt niðurstöður í síðasta lagi árið 2022.“ Birtist í Fréttablaðinu Úganda Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. Lyfjakúrinn stöðvaði smit í öpum. Það voru vísindamenn við háskólasjúkrahúsið Beth Israel Deaconess í Harvard sem stóðu að rannsókninni en hún tók í senn til 393 heilbrigðra einstaklinga og apa. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet síðdegis í gær og tilkynntu að til stæði að færa prófanir með lyfjakúrinn á næsta stig þar sem reynt verður að bólusetja einstaklinga í Suður-Afríku fyrir HIV-smiti. „Þessi rannsókn sýnir fram á það að Ad26/Env, sem er blandaður lyfjakúr við HIV, framkallar öflugt ónæmisviðbragð í mönnum og öpum. Um leið myndaði bóluefni 67 prósent vörn gegn smiti í öpum,“ segir Dan H. Barouch, prófessor við læknadeild Harvard. Bóluefnið byggir á erfðaefni úr mismunandi kirnaröðum úr nokkrum stofnum HIV-veirunnar. Þannig er lyfjakúrinn hannaður til að vernda fyrir smiti alls staðar í heiminum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni eru frá Rúanda, Suður-Afríku, Úganda, Taílandi og Bandaríkjunum. Allir þátttakendur sýndu jákvæða svörun. Rúmlega 30 ár eru síðan vísindamenn staðfestu tilvisti HIV-veirunnar og á þeim tíma hafa vísindamenn um allan heim unnið að þróun bóluefnis. Sú vinna hefur gengið hægt. Þessi tiltekna rannsókn er sú fimmta í sögunni sem færð verður á stig tilrauna í mönnum. „Út frá þessum niðurstöðum hefur bóluefnið verið fært á næsta stig lyfjatilrauna, þar sem verkun í mönnum verður könnuð betur með því að freista þess að koma í veg fyrir HIV-smit í mönnum í Suður-Afríku,“ segir Barouch. „Við vonumst til að geta birt niðurstöður í síðasta lagi árið 2022.“
Birtist í Fréttablaðinu Úganda Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira