Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2018 07:15 HIV-veiran. Bóluefni gegn henni byggir á blöndu lyfja. Nordicphotos/Getty Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. Lyfjakúrinn stöðvaði smit í öpum. Það voru vísindamenn við háskólasjúkrahúsið Beth Israel Deaconess í Harvard sem stóðu að rannsókninni en hún tók í senn til 393 heilbrigðra einstaklinga og apa. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet síðdegis í gær og tilkynntu að til stæði að færa prófanir með lyfjakúrinn á næsta stig þar sem reynt verður að bólusetja einstaklinga í Suður-Afríku fyrir HIV-smiti. „Þessi rannsókn sýnir fram á það að Ad26/Env, sem er blandaður lyfjakúr við HIV, framkallar öflugt ónæmisviðbragð í mönnum og öpum. Um leið myndaði bóluefni 67 prósent vörn gegn smiti í öpum,“ segir Dan H. Barouch, prófessor við læknadeild Harvard. Bóluefnið byggir á erfðaefni úr mismunandi kirnaröðum úr nokkrum stofnum HIV-veirunnar. Þannig er lyfjakúrinn hannaður til að vernda fyrir smiti alls staðar í heiminum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni eru frá Rúanda, Suður-Afríku, Úganda, Taílandi og Bandaríkjunum. Allir þátttakendur sýndu jákvæða svörun. Rúmlega 30 ár eru síðan vísindamenn staðfestu tilvisti HIV-veirunnar og á þeim tíma hafa vísindamenn um allan heim unnið að þróun bóluefnis. Sú vinna hefur gengið hægt. Þessi tiltekna rannsókn er sú fimmta í sögunni sem færð verður á stig tilrauna í mönnum. „Út frá þessum niðurstöðum hefur bóluefnið verið fært á næsta stig lyfjatilrauna, þar sem verkun í mönnum verður könnuð betur með því að freista þess að koma í veg fyrir HIV-smit í mönnum í Suður-Afríku,“ segir Barouch. „Við vonumst til að geta birt niðurstöður í síðasta lagi árið 2022.“ Birtist í Fréttablaðinu Úganda Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. Lyfjakúrinn stöðvaði smit í öpum. Það voru vísindamenn við háskólasjúkrahúsið Beth Israel Deaconess í Harvard sem stóðu að rannsókninni en hún tók í senn til 393 heilbrigðra einstaklinga og apa. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet síðdegis í gær og tilkynntu að til stæði að færa prófanir með lyfjakúrinn á næsta stig þar sem reynt verður að bólusetja einstaklinga í Suður-Afríku fyrir HIV-smiti. „Þessi rannsókn sýnir fram á það að Ad26/Env, sem er blandaður lyfjakúr við HIV, framkallar öflugt ónæmisviðbragð í mönnum og öpum. Um leið myndaði bóluefni 67 prósent vörn gegn smiti í öpum,“ segir Dan H. Barouch, prófessor við læknadeild Harvard. Bóluefnið byggir á erfðaefni úr mismunandi kirnaröðum úr nokkrum stofnum HIV-veirunnar. Þannig er lyfjakúrinn hannaður til að vernda fyrir smiti alls staðar í heiminum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni eru frá Rúanda, Suður-Afríku, Úganda, Taílandi og Bandaríkjunum. Allir þátttakendur sýndu jákvæða svörun. Rúmlega 30 ár eru síðan vísindamenn staðfestu tilvisti HIV-veirunnar og á þeim tíma hafa vísindamenn um allan heim unnið að þróun bóluefnis. Sú vinna hefur gengið hægt. Þessi tiltekna rannsókn er sú fimmta í sögunni sem færð verður á stig tilrauna í mönnum. „Út frá þessum niðurstöðum hefur bóluefnið verið fært á næsta stig lyfjatilrauna, þar sem verkun í mönnum verður könnuð betur með því að freista þess að koma í veg fyrir HIV-smit í mönnum í Suður-Afríku,“ segir Barouch. „Við vonumst til að geta birt niðurstöður í síðasta lagi árið 2022.“
Birtist í Fréttablaðinu Úganda Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira