Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. júlí 2018 21:22 Guðbjörg Jóna að hlaupinu loknu mynd/fri Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. „Ég kom á áttunda besta tímanum inn og það kom því mikið á óvart að verða í fyrsta sæti,“ sagði Guðbjörg í viðtali eftir hlaupið þar sem hún átti erfitt með að halda aftur af tilfinningunum. „100 metrar eru ekki mín sterkasta grein, ég er meira að einbeita mér að 200 metra hlaupi, svo ég var rosalega glöð.“ Guðbjörg Jóna komst nærri Íslandsmetinu í undanrásunum þegar hún hljóp á 11,70 sekúndum. Hlaupatími hennar í dag var 11,75 sekúndur, nákvæmlega sá sami og hjá Pamera Losagne og Takacs Boglarak, en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan þeim. Vissi hún strax að hún hefði unnið? „Já, myndatökumaðurinn var í andlitinu á mér svo ég hafði það á tilfinningunni.“ „Ég veit ekki hvað ég hugsaði þegar ég kom í mark, ég bara brast í grát og ég get ekki hætt,“ sagði Guðbjörg og þerraði augun. „Ég man eftir því að hafa byrjað vel, en endaspretturinn, ég veit ekki. Þetta kom mér svo mikið á óvart. Ég var meidd í fimm mánuði og það eru bara þrír mánuðir síðan ég byrjaði að hlaupa aftur svo ég er mjög glöð að vera komin aftur á brautina,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. „Ég kom á áttunda besta tímanum inn og það kom því mikið á óvart að verða í fyrsta sæti,“ sagði Guðbjörg í viðtali eftir hlaupið þar sem hún átti erfitt með að halda aftur af tilfinningunum. „100 metrar eru ekki mín sterkasta grein, ég er meira að einbeita mér að 200 metra hlaupi, svo ég var rosalega glöð.“ Guðbjörg Jóna komst nærri Íslandsmetinu í undanrásunum þegar hún hljóp á 11,70 sekúndum. Hlaupatími hennar í dag var 11,75 sekúndur, nákvæmlega sá sami og hjá Pamera Losagne og Takacs Boglarak, en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan þeim. Vissi hún strax að hún hefði unnið? „Já, myndatökumaðurinn var í andlitinu á mér svo ég hafði það á tilfinningunni.“ „Ég veit ekki hvað ég hugsaði þegar ég kom í mark, ég bara brast í grát og ég get ekki hætt,“ sagði Guðbjörg og þerraði augun. „Ég man eftir því að hafa byrjað vel, en endaspretturinn, ég veit ekki. Þetta kom mér svo mikið á óvart. Ég var meidd í fimm mánuði og það eru bara þrír mánuðir síðan ég byrjaði að hlaupa aftur svo ég er mjög glöð að vera komin aftur á brautina,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Sjá meira