Erlent

41 lést við ferðamannastaðinn Phuket

Andri Eysteinsson skrifar
Slysið varð rétt utan við ferðamannaparadísina Phuket.
Slysið varð rétt utan við ferðamannaparadísina Phuket. Vísir/EPA
Taílensk yfirvöld hafa staðfest að tugir hafi látist í stærsta ferðamanna tengda slysi landsins í mörg ár. 

Mikill stormur fór um nágrenni ferðamannastaðarins Phuket í suðurhluta landsins síðastliðinn fimmtudag. Bátur sem flutti yfir 100 manns þar af 93 ferðamenn lenti í miklum öldugangi og er talið að stærstu öldurnar hafi verið um 5 metrar að hæð.

Sveit kafara fór niður að flaki bátsins þegar veður lægði og staðfesti að 41 hafi látist en enn er 15 saknað.

AP  greinir frá því að stærstur hluti fórnarlamba séu kínverskir ferðamenn.

Forsætisráðherra Taílands, Prayeuth Chan-ocha sagði ríkisstjórnina ætla að leggja allt kapp á að finna þá sem enn er saknað og styðja við eftirlifendur slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×