Nú vill PSG kaupa Philippe Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 09:30 Philippe Coutinho og Neymar fagna saman marki á HM. Vísir/Getty Franska félagið Paris Saint-Germain hefur gert risatilboð í Brasilíumanninn Philippe Coutinho sem var átti mjög gott heimsmeistarameistaramót í Rússlandi. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins Mundo Deportivo þá er PSG tilbúið að borga 270 milljónir evra, rétt tæplega 40 milljarða íslenskra króna, fyrir þennan 26 ára gamla leikmann. Barcelona gæti því grætt talsverða peninga á Philippe Coutinho á hálfu ári séu Börsungar á annað borð tilbúnir að selja Brasilíumanninn til Frakklands.#EXCLUSIVAMD Ofertón del PSG de 270 millones por Coutinho https://t.co/MsvMQtFOcC Te lo cuenta @RogerTorellopic.twitter.com/X3gwBPudLp — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) July 9, 2018 Barcelona keypti Philippe Coutinho upphaflega á 125 millónir evra frá Liverpool en sú upphæð gat þó hækkað talsvert myndi leikmaðurinn ná ákveðnum áföngum hjá Barca. Mundo Deportivo segir aðalástæðuna fyrir áhuga PSG á Philippe Coutinho séu tilraunir eigandanna til að gleðja Neymar sem er orðinn órólegur eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu. Neymar hefur meðal annars lent upp á kant við einhverja meðspilara sína hjá Paris Saint-Germain en Brasilíumaðurinn yrði örugglega mjög sáttur við að fá góðan vin sinn til Parísar. Hvort Neymar yrði eins sáttur með að vera ekki lengur dýrasti leikmaður félagsins er hinsvegar allt önnur saga. Paris Saint-Germain borgaði Barcelona 222 milljónir evra fyrir Neymar fyrir einu ári síðan. Þá keypti PSG upp samning Brasilíumannsins en það yrði miklu dýrara að kaupa upp samning Philippe Coutinho. Philippe Coutinho gerði samning við Barcelona þegar hann kom í janúar frá Liverpool og sá samningur er til júníloka 2023. Það kostar 400 milljónir evra að kaupa upp samning Coutinho. HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur gert risatilboð í Brasilíumanninn Philippe Coutinho sem var átti mjög gott heimsmeistarameistaramót í Rússlandi. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins Mundo Deportivo þá er PSG tilbúið að borga 270 milljónir evra, rétt tæplega 40 milljarða íslenskra króna, fyrir þennan 26 ára gamla leikmann. Barcelona gæti því grætt talsverða peninga á Philippe Coutinho á hálfu ári séu Börsungar á annað borð tilbúnir að selja Brasilíumanninn til Frakklands.#EXCLUSIVAMD Ofertón del PSG de 270 millones por Coutinho https://t.co/MsvMQtFOcC Te lo cuenta @RogerTorellopic.twitter.com/X3gwBPudLp — Mundo Deportivo (@mundodeportivo) July 9, 2018 Barcelona keypti Philippe Coutinho upphaflega á 125 millónir evra frá Liverpool en sú upphæð gat þó hækkað talsvert myndi leikmaðurinn ná ákveðnum áföngum hjá Barca. Mundo Deportivo segir aðalástæðuna fyrir áhuga PSG á Philippe Coutinho séu tilraunir eigandanna til að gleðja Neymar sem er orðinn órólegur eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu. Neymar hefur meðal annars lent upp á kant við einhverja meðspilara sína hjá Paris Saint-Germain en Brasilíumaðurinn yrði örugglega mjög sáttur við að fá góðan vin sinn til Parísar. Hvort Neymar yrði eins sáttur með að vera ekki lengur dýrasti leikmaður félagsins er hinsvegar allt önnur saga. Paris Saint-Germain borgaði Barcelona 222 milljónir evra fyrir Neymar fyrir einu ári síðan. Þá keypti PSG upp samning Brasilíumannsins en það yrði miklu dýrara að kaupa upp samning Philippe Coutinho. Philippe Coutinho gerði samning við Barcelona þegar hann kom í janúar frá Liverpool og sá samningur er til júníloka 2023. Það kostar 400 milljónir evra að kaupa upp samning Coutinho.
HM 2018 í Rússlandi Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira