Tvær enskar fótboltagoðsagnir segja fólki að láta Raheem Sterling í friði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 10:00 Raheem Sterling gengur svekktur af velli eftir 24. markalausa landsleikinn í röð. Vísir/Getty Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira