Viðskipti innlent

Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“

Bergþór Másson skrifar
Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA
Forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, sendi starfsmönnum félagsins tölvupóst í dag sem Vísir hefur undir höndum. Í póstinum segir hann að rekstur Icelandair Group á árinu 2018 sé lakari en félagið hafði gert ráð fyrir.

Tilefni tölvupósts Björgólfs er fall hlutabréfa Icelandair um 25 prósent í kauphöllinni í dag.

Sjá einnig:

Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið

Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni

Í bréfinu segir Björgólfur að „ljóst sé að afkoma annars ársfjórðungs verður lakari en áður hafði verið áætlað.“

Björgólfur nefnir rask í flugáætlun félagsins, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar meðal þeirra þátta sem hafa valdið auknum kostnaði og þar af leiðandi tekjutapi.

Að lokum hvetur Björgólfur starfsfólk Icelandair áfram: „Árið 2018 er ár mikilla breytinga og fjárfestinga sem gera félaginu kleift að vaxa og dafna. Starfsfólk Icelandair Group hefur áður sýnt hvers það er megnugt þegar á móti blæs. Við tökumst á við þessar áskoranir nú sem liðsheild, af samheldni og krafti og ég veit að ég get treyst á ykkur öll, hér eftir sem hingað til!“


Tengdar fréttir

Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×