Lífið

Joe Biden þakkar Terry Crews fyrir umræðu um kynferðisofbeldi

Sylvía Hall skrifar
Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna í stjórnartíð Obama.
Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna í stjórnartíð Obama. Vísir/Getty

Leikarinn Terry Crews steig fram og sagði frá kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir af hálfu manns í valdastöðu innan kvikmyndaiðnaðarins. Hann sagðist vonast til þess að opna umræðuna um karlkyns þolendur kynferðisofbeldis í von um að fleiri myndu stíga fram.

Maðurinn sem Crews sakar um verknaðinn heitir Adam Venit og starfar fyrir umboðsstofu hans. Crews hefur greint frá því að Venit hafi gripið um kynfæri hans. Venit hefur sagst hafa verið undir áhrifum áfengis og að atvikið hafi ekki verið kynferðislegt.

Mikil umræða hefur sprottið upp á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að Crews kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings síðastliðinn þriðjudag. Á Twitter-síðu sinni svarar hann þeim spurningum sem margir hafa kastað fram í tilraun til þess að gera lítið úr sögu hans.

Meðal þeirra sem hafa sýnt Crews stuðning er Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna. Hann segir vera þörf á því að fleiri menn stígi fram og segi frá ef þeir lenda í kynferðisofbeldi og þakkar Crews fyrir að opna umræðuna. Hann eigi hlut sinn í að breyta tíðarandanum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.