Sáttaviðræðurnar fóru út um þúfur Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 20. júní 2018 08:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri. Stjórn Gamla Byrs gagnrýnir framgöngu bankans harðlega og segir að svo virðist sem bankinn sé að reyna að „þreyta“ kröfuhafana sem eru að stórum hluta austurrískir og þýskir bankar og sparisjóðir. Vaxandi óþreyju gætir á meðal kröfuhafanna sem vilja ljúka slitameðferðinni sem fyrst. Vísir/Vilhelm Tilraunir Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, til þess að ná sáttum við Íslandsbanka í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 hafa ekki borið árangur og telur stjórn Gamla Byrs „óraunsætt“ eins og sakir standa að deilendur komist að samkomulagi sem báðir geti sætt sig við. Mikið ber á milli Byrs og bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins, og er bilinu lýst sem nær óbrúanlegu. Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum 12. júní síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum segist hún hafa ástæðu til þess að ætla að Íslandsbanki sé að reyna að „þreyta“ kröfuhafana og neyða þá til þess að gangast undir sátt sem sé í engu samræmi við staðreyndir málsins. Gamli Byr hefur jafnframt stefnt Ernst & Young til réttargæslu í skaðabótamáli bankans gegn Byr og fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, í því skyni að styrkja varnir Byrs í málinu og enn fremur veita endurskoðunarfyrirtækinu tækifæri til þess að verjast mögulegri skaðabótakröfu af hálfu Byrs. Ákveðið var að stefna endurskoðunarfyrirtækinu, sem er nú endurskoðandi Íslandsbanka, í kjölfar þess að tveir dómkvaddir matsmenn létu í ljós það álit sitt að reikningar sparisjóðsins áður en kaupin gengu í gegn, sem sérfræðingar Ernst & Young endurskoðuðu, hafi ekki verið í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Gamli Byr hefur ekki enn getað greitt stöðugleikaframlag til íslenska ríkisins sem yrði að óbreyttu rúmlega tveir milljarðar króna. Heildareignir slitabúsins, sem eru í formi innstæðna á bankareikningum og í peningamarkaðssjóðum, nema um 7,8 milljörðum króna en samkvæmt stöðugleikaskilyrðum ber búinu að greiða 26 prósent af eignunum í stöðugleikaframlag. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir að málarekstur bankans gegn Gamla Byr sé á forræði dómstóla og bankinn ætli ekki að tjá sig sérstaklega um meiningar Gamla Byrs á framgangi þess. Íslandsbanki, sem er alfarið í eigu ríkisins, telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 hafi valdið bankanum fjártjóni og hefur krafist þess að seljendurnir greiði bankanum skaðabætur upp á 7,7 milljarða króna auk vaxta. Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs.Skili matsgerð í nóvember Íslandsbanki fékk í maímánuði árið 2014 dómkvadda tvo matsmenn, löggiltu endurskoðendurna Lúðvík Karl Tómasson og Maríu Sólbergsdóttur, til þess að meta meint fjártjón bankans. Þau eru enn að störfum og gera ráð fyrir að skila matsgerð sinni 15. nóvember næstkomandi. Gamli Byr hefur krafist þess að máli bankans verði vísað frá dómi hið fyrsta en bankinn hefur hins vegar sagst vilja bíða eftir því að hinir dómkvöddu matsmenn ljúki verki sínu áður en krafa um frávísun verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti í síðustu viku úrskurð héraðsdóms þar sem tekið var undir með bankanum og fallist á kröfu hans um að fresta flutningi á frávísunarkröfu Gamla Byrs þar til umrædd matsgerð liggur fyrir en þó ekki lengur en til 15. nóvember. Var tekið fram í dómi Landsréttar að þó svo að Gamli Byr hafi „ríka hagsmuni“ af því að meðferð málsins sé hraðað eins og kostur er, þá verði að líta til þess að matsgerð Íslandsbanka sé ætlað að treysta grundvöll kröfu bankans. Bankinn hafi „brýna hagsmuni“ af því að afla sér slíkrar sönnunar áður en frávísunarkrafa Gamla Byrs verði tekin fyrir.Málið er talið nokkuð flókið.VísirOf mikið bar á milli Í áðurnefndu bréfi stjórnar Gamla Byrs, sem Gunnar Þór Þórarinsson, stjórnarformaður Byrs og einn eigenda lögmannsstofunnar Logos, skrifar undir, er bent á að málarekstur bankans hafi tafið lok slitameðferðar félagsins – og kostað þannig kröfuhafa þess tíma og fjármuni – og af þeim sökum hafi félagið reynt að leita sátta við bankann. Rakið er að þrátt fyrir að Gamli Byr haldi fast við þá skoðun sína að kröfur Íslandsbanka séu ekki á rökum reistar, þá hafi félagið skyldum að gegna gagnvart kröfuhöfum sínum og verði því að kanna til þrautar hvort lausn geti fundist á deilunni utan veggja dómsala. Fulltrúar Byrs hafi átt „uppbyggileg“ samtöl við bankann og lögmann hans, Andra Árnason, og rætt ýmsar „tölur“ á nokkrum sáttafundum frá því í október 2017 til janúar 2018. Hins vegar hafi fljótlega orðið ljóst að of mikið bar á milli og því hafi viðræðurnar farið út um þúfur. Er tekið fram að „nýleg, óformleg samskipti“ við bankann hafi – eins og sakir standa – ekki aukið líkurnar á því að sáttir náist. Í kjölfar þess að sáttatilraunin rann út í sandinn lagði Gestur Jónsson, lögmaður Gamla Byrs, fram greinargerð Byrs í skaðabótamálinu og krafðist þess að kröfu Íslandsbanka yrði vísað frá dómi, eins og áður sagði. Samkvæmt heimildum Markaðarins var áætlað að ríkið myndi fá – á grundvelli sáttatillögu Gamla Byrs – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt: í formi stöðugleikaframlags, eins konar lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en Íslandsbanki á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Í bréfi stjórnar Gamla Byrs er því jafnframt lýst yfir að vegna þess kostnaðar sem málarekstur Íslandsbanka hefur valdið kröfuhöfum íhugi félagið nú að krefja bankann skaðabóta. Er það mat lögmannsins, að því er fram kemur í bréfinu, að lagaleg staða félagsins sé sterk en hins vegar ríki óvissa um hver niðurstaða matsmannanna verður. Kröfuhafar furða sig á vinnubrögðum Íslandsbanka.Vísir/ValliÞað sé annars vegar vegna þess að „náið samband“ sé á milli matsmannanna og Íslandsbanka, en rætt er um „slagsíðu“ í því sambandi, og hins vegar vegna þess að bankinn hafi orðið uppvís að því að afhenda matsmönnunum rangar upplýsingar um tryggingar og greiðsluflæði þeirra lána sem þeim er ætlað að gefa álit á til þess að meta hið meinta fjártjón bankans. Stjórn Gamla Byrs bendir þó á að félagið geti ávallt, að fengnu undirmati, krafist yfirmats. Gallinn sé hins vegar sá að málareksturinn myndi þá tefjast enn frekar, kröfuhöfum til tjóns, en talið er að hann geti tekið alls tvö til þrjú ár til viðbótar. Stjórnin leggur til að málarekstrinum verði haldið áfram með það að augnamiði að annaðhvort fá skaðabótakröfu bankans vísað frá dómi eða verjast henni með efnislegum hætti. Félagið eigi þó áfram að vera „opið fyrir hugmyndum“ um að ná sáttum á „skynsamlegum“ kjörum. Ríkið fær ekki sitt í bráð Er jafnframt bent á í bréfinu að Byr geti ekki, á grundvelli fyrirliggjandi nauðasamnings og eins og kröfugerð bankans er háttað, greitt kröfuhöfum út þá fjármuni sem liggja inni í félaginu á meðan ágreiningurinn við bankann er enn óleystur. Þá hefur Byr ekki getað innt af hendi stöðugleikaframlag sitt til íslenska ríkisins sem er áætlað að eigi að óbreyttu að verða rúmlega tveir milljarðar króna, líkt og upplýst var um í Markaðinum í apríl síðastliðnum. Viðmælendur Markaðarins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja það skjóta skökku við að banki í eigu ríkisins komi í veg fyrir að slitabú sem hafi klárað nauðasamninga geti lokið slitameðferð sinni, átta árum eftir að sparisjóðurinn var tekinn til slita, og greitt út til kröfuhafa. Er í því samhengi bent á að Gamli Byr sé eina slitabúið sem gekkst undir stöðugleikaskilyrði sem hefur enn ekki hafið útgreiðslu til kröfuhafa. Þá sé ríkið auk þess að vinna óbeint gegn hagsmunum sjálfs sín með því að hindra að Byr geti greitt því stöðugleikaframlag. Matsmennirnir víki sæti Lögmaður Byrs hefur enn fremur krafist þess að dómkvöddu matsmennirnir tveir víki sæti. Sú krafa er fyrst og fremst byggð á þeim þóknunum sem Íslandsbanki hefur greitt matsmönnunum, en þær nema samtals yfir eitt hundrað milljónum króna, og til viðbótar á því nána sambandi sem Byr telur að sé á milli matsmannanna og bankans. Tekið er fram að annar matsmaðurinn dvelji á Möltu, þar sem hann starfi fyrir alþjóðlegt stórfyrirtæki, en hinn sé hér á landi, sinni matsvinnunni meðfram öðrum störfum og nýti sér aðstöðu sem Íslandsbanki útvegar. Spurningar hafi vaknað um hvort matsmennirnir geti varið tíma sínum og kröftum í svo flókið og margslungið verkefni. Byr bendir einnig á að þóknanagreiðslurnar séu „afar óvenjulegar“ og auk þess séu „réttmætar áhyggjur“ af því að miklar tafir á vinnu matsgerðarinnar og „óhóflegar“ greiðslur muni auka hættuna á því að bankinn hafi áhrif á hlutleysi matsmannanna. Í ljósi þess hve flókið málið er telur Gamli Byr að hætta sé á því að niðurstaða matsmannanna geti haft áhrif á dómara málsins. Af þeim sökum vilji félagið einblína á að draga réttmæti matsgerðarinnar í efa, bæði með því að benda á slagsíðu matsmannanna og efnisatriði matsins. Í því sambandi bendir stjórn Byrs á að matsgerðin muni koma að mjög takmörkuðum notum sem sönnunargagn í skaðabótamálinu. Spurningar Íslandsbanka, matsbeiðandans, séu í fyrsta lagi stórgallaðar, í öðru lagi sé hætta á því að matsmennirnir séu ekki hlutlausir í störfum sínum og í þriðja lagi sé matsgerðinni ekki ætlað að meta raunverulegt tap Íslandsbanka af þeim lánum sem fylgdu með í kaupunum við yfirtöku bankans á Byr. Forviða kröfuhafar Kröfuhafar Byrs eru sagðir forviða á vinnubrögðum Íslandsbanka, að sögn þeirra sem þekkja vel til málsins. Austurrískir og þýskir bankar og sparisjóðir, sem eru upprunalegir lánveitendur sparisjóðsins, eiga um 60 prósent krafnanna, íslenskir lífeyrissjóðir um 22 prósent og þá á Íslandsbanki sjálfur um 8 prósent. Að auki gætir nokkurrar óánægju innan fjármálaráðuneytisins með framgöngu bankans. Kröfuhafarnir eru sagðir lengst af hafa sýnt því skilning að bankinn eigi rétt á því að bera ágreining sinn undir dómstóla enda þótt þeir hafi undrast málatilbúnaðinn. Það eigi ekki síst við með hliðsjón af því að stór fjármálastofnun eins og Íslandsbanki, sem gerði eigin áreiðanleikakönnun við kaup á mun minna fjármálafyrirtæki, skuli krefjast skaðabóta með þeim rökum að virði útlánasafns, sem var yfirtekið skömmu eftir fordæmalaust fjármála- og efnahagshrun, hafi ekki verið í samræmi við væntingar. Steininn hafi hins vegar tekið úr síðasta sumar þegar uppvíst varð um ranga upplýsingagjöf Íslandsbanka sem hefði getað leitt til þess að bankinn hefði auðgast með ólögmætum hætti á kostnað annarra kröfuhafa og hluthafa Gamla Byrs. Eins og greint var frá í ViðskiptaMogganum í mars síðastliðnum lagði bankinn fyrir matsmennina gögn sem gáfu til kynna að 993 lán sem hann tók yfir með kaupunum hefðu verið án trygginga. Í ljós hafi hins vegar komið að tryggingar lágu að baki nær öllum lánunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tilraunir Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, til þess að ná sáttum við Íslandsbanka í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 hafa ekki borið árangur og telur stjórn Gamla Byrs „óraunsætt“ eins og sakir standa að deilendur komist að samkomulagi sem báðir geti sætt sig við. Mikið ber á milli Byrs og bankans, samkvæmt heimildum Markaðarins, og er bilinu lýst sem nær óbrúanlegu. Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum 12. júní síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum segist hún hafa ástæðu til þess að ætla að Íslandsbanki sé að reyna að „þreyta“ kröfuhafana og neyða þá til þess að gangast undir sátt sem sé í engu samræmi við staðreyndir málsins. Gamli Byr hefur jafnframt stefnt Ernst & Young til réttargæslu í skaðabótamáli bankans gegn Byr og fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, í því skyni að styrkja varnir Byrs í málinu og enn fremur veita endurskoðunarfyrirtækinu tækifæri til þess að verjast mögulegri skaðabótakröfu af hálfu Byrs. Ákveðið var að stefna endurskoðunarfyrirtækinu, sem er nú endurskoðandi Íslandsbanka, í kjölfar þess að tveir dómkvaddir matsmenn létu í ljós það álit sitt að reikningar sparisjóðsins áður en kaupin gengu í gegn, sem sérfræðingar Ernst & Young endurskoðuðu, hafi ekki verið í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Gamli Byr hefur ekki enn getað greitt stöðugleikaframlag til íslenska ríkisins sem yrði að óbreyttu rúmlega tveir milljarðar króna. Heildareignir slitabúsins, sem eru í formi innstæðna á bankareikningum og í peningamarkaðssjóðum, nema um 7,8 milljörðum króna en samkvæmt stöðugleikaskilyrðum ber búinu að greiða 26 prósent af eignunum í stöðugleikaframlag. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir að málarekstur bankans gegn Gamla Byr sé á forræði dómstóla og bankinn ætli ekki að tjá sig sérstaklega um meiningar Gamla Byrs á framgangi þess. Íslandsbanki, sem er alfarið í eigu ríkisins, telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 hafi valdið bankanum fjártjóni og hefur krafist þess að seljendurnir greiði bankanum skaðabætur upp á 7,7 milljarða króna auk vaxta. Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs.Skili matsgerð í nóvember Íslandsbanki fékk í maímánuði árið 2014 dómkvadda tvo matsmenn, löggiltu endurskoðendurna Lúðvík Karl Tómasson og Maríu Sólbergsdóttur, til þess að meta meint fjártjón bankans. Þau eru enn að störfum og gera ráð fyrir að skila matsgerð sinni 15. nóvember næstkomandi. Gamli Byr hefur krafist þess að máli bankans verði vísað frá dómi hið fyrsta en bankinn hefur hins vegar sagst vilja bíða eftir því að hinir dómkvöddu matsmenn ljúki verki sínu áður en krafa um frávísun verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti í síðustu viku úrskurð héraðsdóms þar sem tekið var undir með bankanum og fallist á kröfu hans um að fresta flutningi á frávísunarkröfu Gamla Byrs þar til umrædd matsgerð liggur fyrir en þó ekki lengur en til 15. nóvember. Var tekið fram í dómi Landsréttar að þó svo að Gamli Byr hafi „ríka hagsmuni“ af því að meðferð málsins sé hraðað eins og kostur er, þá verði að líta til þess að matsgerð Íslandsbanka sé ætlað að treysta grundvöll kröfu bankans. Bankinn hafi „brýna hagsmuni“ af því að afla sér slíkrar sönnunar áður en frávísunarkrafa Gamla Byrs verði tekin fyrir.Málið er talið nokkuð flókið.VísirOf mikið bar á milli Í áðurnefndu bréfi stjórnar Gamla Byrs, sem Gunnar Þór Þórarinsson, stjórnarformaður Byrs og einn eigenda lögmannsstofunnar Logos, skrifar undir, er bent á að málarekstur bankans hafi tafið lok slitameðferðar félagsins – og kostað þannig kröfuhafa þess tíma og fjármuni – og af þeim sökum hafi félagið reynt að leita sátta við bankann. Rakið er að þrátt fyrir að Gamli Byr haldi fast við þá skoðun sína að kröfur Íslandsbanka séu ekki á rökum reistar, þá hafi félagið skyldum að gegna gagnvart kröfuhöfum sínum og verði því að kanna til þrautar hvort lausn geti fundist á deilunni utan veggja dómsala. Fulltrúar Byrs hafi átt „uppbyggileg“ samtöl við bankann og lögmann hans, Andra Árnason, og rætt ýmsar „tölur“ á nokkrum sáttafundum frá því í október 2017 til janúar 2018. Hins vegar hafi fljótlega orðið ljóst að of mikið bar á milli og því hafi viðræðurnar farið út um þúfur. Er tekið fram að „nýleg, óformleg samskipti“ við bankann hafi – eins og sakir standa – ekki aukið líkurnar á því að sáttir náist. Í kjölfar þess að sáttatilraunin rann út í sandinn lagði Gestur Jónsson, lögmaður Gamla Byrs, fram greinargerð Byrs í skaðabótamálinu og krafðist þess að kröfu Íslandsbanka yrði vísað frá dómi, eins og áður sagði. Samkvæmt heimildum Markaðarins var áætlað að ríkið myndi fá – á grundvelli sáttatillögu Gamla Byrs – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt: í formi stöðugleikaframlags, eins konar lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en Íslandsbanki á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Í bréfi stjórnar Gamla Byrs er því jafnframt lýst yfir að vegna þess kostnaðar sem málarekstur Íslandsbanka hefur valdið kröfuhöfum íhugi félagið nú að krefja bankann skaðabóta. Er það mat lögmannsins, að því er fram kemur í bréfinu, að lagaleg staða félagsins sé sterk en hins vegar ríki óvissa um hver niðurstaða matsmannanna verður. Kröfuhafar furða sig á vinnubrögðum Íslandsbanka.Vísir/ValliÞað sé annars vegar vegna þess að „náið samband“ sé á milli matsmannanna og Íslandsbanka, en rætt er um „slagsíðu“ í því sambandi, og hins vegar vegna þess að bankinn hafi orðið uppvís að því að afhenda matsmönnunum rangar upplýsingar um tryggingar og greiðsluflæði þeirra lána sem þeim er ætlað að gefa álit á til þess að meta hið meinta fjártjón bankans. Stjórn Gamla Byrs bendir þó á að félagið geti ávallt, að fengnu undirmati, krafist yfirmats. Gallinn sé hins vegar sá að málareksturinn myndi þá tefjast enn frekar, kröfuhöfum til tjóns, en talið er að hann geti tekið alls tvö til þrjú ár til viðbótar. Stjórnin leggur til að málarekstrinum verði haldið áfram með það að augnamiði að annaðhvort fá skaðabótakröfu bankans vísað frá dómi eða verjast henni með efnislegum hætti. Félagið eigi þó áfram að vera „opið fyrir hugmyndum“ um að ná sáttum á „skynsamlegum“ kjörum. Ríkið fær ekki sitt í bráð Er jafnframt bent á í bréfinu að Byr geti ekki, á grundvelli fyrirliggjandi nauðasamnings og eins og kröfugerð bankans er háttað, greitt kröfuhöfum út þá fjármuni sem liggja inni í félaginu á meðan ágreiningurinn við bankann er enn óleystur. Þá hefur Byr ekki getað innt af hendi stöðugleikaframlag sitt til íslenska ríkisins sem er áætlað að eigi að óbreyttu að verða rúmlega tveir milljarðar króna, líkt og upplýst var um í Markaðinum í apríl síðastliðnum. Viðmælendur Markaðarins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja það skjóta skökku við að banki í eigu ríkisins komi í veg fyrir að slitabú sem hafi klárað nauðasamninga geti lokið slitameðferð sinni, átta árum eftir að sparisjóðurinn var tekinn til slita, og greitt út til kröfuhafa. Er í því samhengi bent á að Gamli Byr sé eina slitabúið sem gekkst undir stöðugleikaskilyrði sem hefur enn ekki hafið útgreiðslu til kröfuhafa. Þá sé ríkið auk þess að vinna óbeint gegn hagsmunum sjálfs sín með því að hindra að Byr geti greitt því stöðugleikaframlag. Matsmennirnir víki sæti Lögmaður Byrs hefur enn fremur krafist þess að dómkvöddu matsmennirnir tveir víki sæti. Sú krafa er fyrst og fremst byggð á þeim þóknunum sem Íslandsbanki hefur greitt matsmönnunum, en þær nema samtals yfir eitt hundrað milljónum króna, og til viðbótar á því nána sambandi sem Byr telur að sé á milli matsmannanna og bankans. Tekið er fram að annar matsmaðurinn dvelji á Möltu, þar sem hann starfi fyrir alþjóðlegt stórfyrirtæki, en hinn sé hér á landi, sinni matsvinnunni meðfram öðrum störfum og nýti sér aðstöðu sem Íslandsbanki útvegar. Spurningar hafi vaknað um hvort matsmennirnir geti varið tíma sínum og kröftum í svo flókið og margslungið verkefni. Byr bendir einnig á að þóknanagreiðslurnar séu „afar óvenjulegar“ og auk þess séu „réttmætar áhyggjur“ af því að miklar tafir á vinnu matsgerðarinnar og „óhóflegar“ greiðslur muni auka hættuna á því að bankinn hafi áhrif á hlutleysi matsmannanna. Í ljósi þess hve flókið málið er telur Gamli Byr að hætta sé á því að niðurstaða matsmannanna geti haft áhrif á dómara málsins. Af þeim sökum vilji félagið einblína á að draga réttmæti matsgerðarinnar í efa, bæði með því að benda á slagsíðu matsmannanna og efnisatriði matsins. Í því sambandi bendir stjórn Byrs á að matsgerðin muni koma að mjög takmörkuðum notum sem sönnunargagn í skaðabótamálinu. Spurningar Íslandsbanka, matsbeiðandans, séu í fyrsta lagi stórgallaðar, í öðru lagi sé hætta á því að matsmennirnir séu ekki hlutlausir í störfum sínum og í þriðja lagi sé matsgerðinni ekki ætlað að meta raunverulegt tap Íslandsbanka af þeim lánum sem fylgdu með í kaupunum við yfirtöku bankans á Byr. Forviða kröfuhafar Kröfuhafar Byrs eru sagðir forviða á vinnubrögðum Íslandsbanka, að sögn þeirra sem þekkja vel til málsins. Austurrískir og þýskir bankar og sparisjóðir, sem eru upprunalegir lánveitendur sparisjóðsins, eiga um 60 prósent krafnanna, íslenskir lífeyrissjóðir um 22 prósent og þá á Íslandsbanki sjálfur um 8 prósent. Að auki gætir nokkurrar óánægju innan fjármálaráðuneytisins með framgöngu bankans. Kröfuhafarnir eru sagðir lengst af hafa sýnt því skilning að bankinn eigi rétt á því að bera ágreining sinn undir dómstóla enda þótt þeir hafi undrast málatilbúnaðinn. Það eigi ekki síst við með hliðsjón af því að stór fjármálastofnun eins og Íslandsbanki, sem gerði eigin áreiðanleikakönnun við kaup á mun minna fjármálafyrirtæki, skuli krefjast skaðabóta með þeim rökum að virði útlánasafns, sem var yfirtekið skömmu eftir fordæmalaust fjármála- og efnahagshrun, hafi ekki verið í samræmi við væntingar. Steininn hafi hins vegar tekið úr síðasta sumar þegar uppvíst varð um ranga upplýsingagjöf Íslandsbanka sem hefði getað leitt til þess að bankinn hefði auðgast með ólögmætum hætti á kostnað annarra kröfuhafa og hluthafa Gamla Byrs. Eins og greint var frá í ViðskiptaMogganum í mars síðastliðnum lagði bankinn fyrir matsmennina gögn sem gáfu til kynna að 993 lán sem hann tók yfir með kaupunum hefðu verið án trygginga. Í ljós hafi hins vegar komið að tryggingar lágu að baki nær öllum lánunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira