Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 20:30 Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira