Byltingarkennd nýsköpun í iðkun íþrótta á landinu Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2018 06:00 Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, hugsar gríðarlega vel um líkamann á sé Vísri/arnþór „Það er alltaf þörf fyrir nýsköpun á sviði íþrótta,“ segir prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg en Ísland er meðal fimm landa sem hafa sameinast um að vinna að bættri aðstöðu og iðkun margs konar íþrótta meðal ungmenna í þessum löndum. Samstarf þetta er stutt af Framkvæmdastjórn ESB undir Erasmus+ Sport áætluninni. Lögð er sérstök áhersla á að íþróttir leiði til heilsueflingar og er lagt mikið upp úr íþróttaiðkun háskólastúdenta. Ísland hefur fengið um 10 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við þátttöku í verkefninu en í heild kostar verkefnið um hálfan milljarð króna. Aðrir þátttakendur í verkefninu er Íþróttaháskólinn í Sofia, Íþróttaháskólinn í Vínarborg, Háskólinn í VesturUngverjalandi, Samtök ungmenna í vísindum og viðskiptum í Tallinn og Goce Delcev háskólinn í Stip. Íslenskir þátttakendur eru Krefjandi; félag um rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi ásamt íþróttavísindasviði Háskólans í Reykjavík. Markmið samstarfsins er að bæta núverandi kerfi íþróttaþjálfunar í háskólum í þátttökulöndunum. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að bæta tæknilegan þátt þjálfunar. Því hefur verið hannað smáforrit, sem iðkendur geta notað í síma við íþróttaþjálfun. Þetta smáforrit er þungamiðjan í samstarfinu. Að baki þessari hönnun er prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg. Leitað hefur verið til íslenskra háskólanema til að prófa forritið og þjálfunaráætlunina nú í haust. Þeir verða beðnir um að stunda ákveðna þjálfun sem byggir á smáforritum í snjallsímum og bera á sér lítil tæki sem nema hreyfingu og líkamsástand. Þá fá háskólanemar í samstarfslöndunum fimm tækifæri til að þróa nýjar aðferðir við þjálfun. Gert er ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt eftir áramót en prófanir, sem lofa góðu, munu standa út árið. Nemum frá íþróttasviði Háskólans í Reykjavík er boðið að taka þátt í þróun smáforritsins og munu þeir æfa eftir því Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Það er alltaf þörf fyrir nýsköpun á sviði íþrótta,“ segir prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg en Ísland er meðal fimm landa sem hafa sameinast um að vinna að bættri aðstöðu og iðkun margs konar íþrótta meðal ungmenna í þessum löndum. Samstarf þetta er stutt af Framkvæmdastjórn ESB undir Erasmus+ Sport áætluninni. Lögð er sérstök áhersla á að íþróttir leiði til heilsueflingar og er lagt mikið upp úr íþróttaiðkun háskólastúdenta. Ísland hefur fengið um 10 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við þátttöku í verkefninu en í heild kostar verkefnið um hálfan milljarð króna. Aðrir þátttakendur í verkefninu er Íþróttaháskólinn í Sofia, Íþróttaháskólinn í Vínarborg, Háskólinn í VesturUngverjalandi, Samtök ungmenna í vísindum og viðskiptum í Tallinn og Goce Delcev háskólinn í Stip. Íslenskir þátttakendur eru Krefjandi; félag um rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi ásamt íþróttavísindasviði Háskólans í Reykjavík. Markmið samstarfsins er að bæta núverandi kerfi íþróttaþjálfunar í háskólum í þátttökulöndunum. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að bæta tæknilegan þátt þjálfunar. Því hefur verið hannað smáforrit, sem iðkendur geta notað í síma við íþróttaþjálfun. Þetta smáforrit er þungamiðjan í samstarfinu. Að baki þessari hönnun er prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg. Leitað hefur verið til íslenskra háskólanema til að prófa forritið og þjálfunaráætlunina nú í haust. Þeir verða beðnir um að stunda ákveðna þjálfun sem byggir á smáforritum í snjallsímum og bera á sér lítil tæki sem nema hreyfingu og líkamsástand. Þá fá háskólanemar í samstarfslöndunum fimm tækifæri til að þróa nýjar aðferðir við þjálfun. Gert er ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt eftir áramót en prófanir, sem lofa góðu, munu standa út árið. Nemum frá íþróttasviði Háskólans í Reykjavík er boðið að taka þátt í þróun smáforritsins og munu þeir æfa eftir því
Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira