Byltingarkennd nýsköpun í iðkun íþrótta á landinu Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2018 06:00 Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, hugsar gríðarlega vel um líkamann á sé Vísri/arnþór „Það er alltaf þörf fyrir nýsköpun á sviði íþrótta,“ segir prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg en Ísland er meðal fimm landa sem hafa sameinast um að vinna að bættri aðstöðu og iðkun margs konar íþrótta meðal ungmenna í þessum löndum. Samstarf þetta er stutt af Framkvæmdastjórn ESB undir Erasmus+ Sport áætluninni. Lögð er sérstök áhersla á að íþróttir leiði til heilsueflingar og er lagt mikið upp úr íþróttaiðkun háskólastúdenta. Ísland hefur fengið um 10 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við þátttöku í verkefninu en í heild kostar verkefnið um hálfan milljarð króna. Aðrir þátttakendur í verkefninu er Íþróttaháskólinn í Sofia, Íþróttaháskólinn í Vínarborg, Háskólinn í VesturUngverjalandi, Samtök ungmenna í vísindum og viðskiptum í Tallinn og Goce Delcev háskólinn í Stip. Íslenskir þátttakendur eru Krefjandi; félag um rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi ásamt íþróttavísindasviði Háskólans í Reykjavík. Markmið samstarfsins er að bæta núverandi kerfi íþróttaþjálfunar í háskólum í þátttökulöndunum. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að bæta tæknilegan þátt þjálfunar. Því hefur verið hannað smáforrit, sem iðkendur geta notað í síma við íþróttaþjálfun. Þetta smáforrit er þungamiðjan í samstarfinu. Að baki þessari hönnun er prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg. Leitað hefur verið til íslenskra háskólanema til að prófa forritið og þjálfunaráætlunina nú í haust. Þeir verða beðnir um að stunda ákveðna þjálfun sem byggir á smáforritum í snjallsímum og bera á sér lítil tæki sem nema hreyfingu og líkamsástand. Þá fá háskólanemar í samstarfslöndunum fimm tækifæri til að þróa nýjar aðferðir við þjálfun. Gert er ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt eftir áramót en prófanir, sem lofa góðu, munu standa út árið. Nemum frá íþróttasviði Háskólans í Reykjavík er boðið að taka þátt í þróun smáforritsins og munu þeir æfa eftir því Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Það er alltaf þörf fyrir nýsköpun á sviði íþrótta,“ segir prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg en Ísland er meðal fimm landa sem hafa sameinast um að vinna að bættri aðstöðu og iðkun margs konar íþrótta meðal ungmenna í þessum löndum. Samstarf þetta er stutt af Framkvæmdastjórn ESB undir Erasmus+ Sport áætluninni. Lögð er sérstök áhersla á að íþróttir leiði til heilsueflingar og er lagt mikið upp úr íþróttaiðkun háskólastúdenta. Ísland hefur fengið um 10 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við þátttöku í verkefninu en í heild kostar verkefnið um hálfan milljarð króna. Aðrir þátttakendur í verkefninu er Íþróttaháskólinn í Sofia, Íþróttaháskólinn í Vínarborg, Háskólinn í VesturUngverjalandi, Samtök ungmenna í vísindum og viðskiptum í Tallinn og Goce Delcev háskólinn í Stip. Íslenskir þátttakendur eru Krefjandi; félag um rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi ásamt íþróttavísindasviði Háskólans í Reykjavík. Markmið samstarfsins er að bæta núverandi kerfi íþróttaþjálfunar í háskólum í þátttökulöndunum. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að bæta tæknilegan þátt þjálfunar. Því hefur verið hannað smáforrit, sem iðkendur geta notað í síma við íþróttaþjálfun. Þetta smáforrit er þungamiðjan í samstarfinu. Að baki þessari hönnun er prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg. Leitað hefur verið til íslenskra háskólanema til að prófa forritið og þjálfunaráætlunina nú í haust. Þeir verða beðnir um að stunda ákveðna þjálfun sem byggir á smáforritum í snjallsímum og bera á sér lítil tæki sem nema hreyfingu og líkamsástand. Þá fá háskólanemar í samstarfslöndunum fimm tækifæri til að þróa nýjar aðferðir við þjálfun. Gert er ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt eftir áramót en prófanir, sem lofa góðu, munu standa út árið. Nemum frá íþróttasviði Háskólans í Reykjavík er boðið að taka þátt í þróun smáforritsins og munu þeir æfa eftir því
Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira