Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Formaður samninganefndar ljósmæðra segir uppsagnir ljósmæðra hrúgast inn um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14
Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15
Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07