Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Formaður samninganefndar ljósmæðra segir uppsagnir ljósmæðra hrúgast inn um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og tíminn vinnur ekki með okkur. Við ljósmæður erum að upplifa það að það sé illa komið fram við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Starfandi ljósmæður er um 280 á Íslandi. Um þriðjungur ljósmæðra hefur sagt upp störfum og óttast er að talan fari hækkandi. Flestar þeirra sem hafa sagt upp störfum eru starfandi á Landspítalanum. Staðan er því augljóslega þung og erfið, ekki síst á spítalanum.„Það er ákveðinn vendipunktur núna og það hrúgast inn uppsagnir. Við viljum fá lausnamiðað samtal og það þarf að gerast strax.“ Katrín segist ekki hafa búist við því að neitt myndi skýrast á fundinum sem varð svo raunin. Ekkert hafi annað verið gert en að taka stöðuna á málum og engin lausn borin upp. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn eftir viku. „Við óskum eindregið eftir því að fólk standi undir ábyrgð og gangi til borðs með lausnir. Ég bara skil ekki þessa framkomu,“ segir Katrín.Frá fundi ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara í gær.Vísir/einar„Ef við skoðum söguna hefur það kannski verið þannig, án þess að alhæfa, að konur hafa verið nægjusamar og kurteisar, varast það að vera með uppþot og læti. Kannski eru stjórnvöld að ganga út frá því að það sama sé uppi á teningnum núna. En það eru breyttir tímar.“ Katrín segir að undirbúningur yfirvinnubanns standi nú yfir, sem tekur um tvær vikur og að öllu óbreyttu verði boðað til verkfalls ljósmæðra í júlí. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðar maður forstjóra Landspítalans, tekur undir með Katrínu og segir að Landspítalinn standi frammi fyrir verulegri áskorun komi til frekari uppsagna eða aðgerða. Forstjóri og yfirmenn kvennadeildar funduðu með ljósmæðrum seinnipartinn í gær þar sem drög að neyðaráætlun voru kynnt. „Við munum kynna neyðaráætlunina opinberlega í næstu viku. Það sem er þó fyrirsjáanlegt er að hún mun taka gildi 1. júlí ef ekkert breytist,“ segir Anna Sigrún. „Við leggjum ofuráherslu á að samningsaðilar ljúki samningsgerð svo ekki þurfi að grípa til þessarar áætlunar. Allir eru í biðstöðu þangað til. En það er ljóst að það verður skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura komi til þessa og það er verulegt áhyggjuefni.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vona að sátt náist sem fyrst. „Hver einasti fundur er boðaður til að reyna að ná saman. Ég, líkt og allir aðrir, vonast auðvitað til þess að það náist sáttir með þetta mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14
Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15
Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07