Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 22:00 Heine, Guðmundur og Markús. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira