Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júní 2018 08:00 Færeyingarnir sem fylgdust með leiknum á "trappunni“ lifðu sig mjög inn í leikinn. Portalurinn.fo/sverri egholm Færeyingar eru spenntir fyrir leikjum Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir. Leikur liðsins í dag gegn Nígeríu verður sýndur með íslenskri lýsingu Guðmundar Benediktssonar í stað þess að danskur lýsandi tali yfir leikinn. „Það er gífurleg stemning hérna. Það var gerð skoðanakönnun hérna á hvaða liði menn héldu með á mótinu og þá var Ísland langefst með ríflega fjörutíu prósent svara. Bretar komu næst með um fimmtán prósent og yfirvaldið í Danmörku var í þriðja sæti með rúm tíu,“ segir Birnir S. Hauksson. Birnir hefur búið og starfað í Færeyjum í um áratug. Ástæðan fyrir því að Færeyingar eru svo hallir undir Englendinga segir Birnir vera að Bretar hernámu eyjarnar í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir það hafi íbúar eyjanna haft nokkuð sterkar taugar til Englands. Það séu hins vegar ekki allir hrifnir af Dönum og það fari illa í marga Færeyinga séu þeir kallaðir Danir.Það eru líka tilfinningar í spilinu í Færeyjum.Portalurinn.fo/sverri egholmLeikur Íslands og Argentínu var sýndur á stórum skjá á „trappunni“ í höfuðstaðnum Þórshöfn. Áætlað er að hátt í átta hundruð manns hafi verið þar komin saman. Flestir studdu Ísland og lifðu sig mjög inn í leikinn. Ein argentínsk treyja sást í fjöldanum en sá sem henni klæddist gat ekki annað en klappað Íslendingum lof í lófa eftir leik. „Leikurinn í dag verður sýndur þar aftur. Við vitum náttúrulega ekki hve margir mæta en það mun fara eftir veðri. Að þessu sinni verður það Gummi Ben sem mun hljóma í kerfinu en ekki danskur þulur,“ segir Birnir. Birnir segir að á Evrópumótinu fyrir tveimur árum hafi ávallt verið danskur lýsandi og það hafi valdið því að stemningin var ekki eins mikil og hún hefði getað orðið. Æsingurinn í þeim danska hafi ekki verið jafn mikill og hjá íslenska þulnum.Íslenski fáninn var auðvitað við höndina í Þórshöfn.Portalurinn.fo/sverri egholm„Danir eru með smá minnimáttarkennd gagnvart löndum sem eru fámennari en þeir og finnst þeir hafa rétt á að tala niður til þeirra. Danski lýsandinn er til að mynda ekki að hrósa íslenska liðinu fyrir hvernig það spilar. Þess í stað eru hann oft að gera lítið úr því hvað það er oft varnarsinnað og heldur því fram að það geti ekki neitt annað en að spila vörn. Það er leiðinlegt að hlusta á,“ segir Birnir. Ísland er, eins og kunnugt er, fámennasta þjóðin sem hefur spilað sig inn á lokakeppni stórmóts. Færeyingar eiga hins vegar raunhæfan möguleika á að slá það met með tilkomu Þjóðadeildar UEFA. Liðið leikur í D-deild keppninnar og er í riðli með Möltu, Kósóvó og Aserbaídsjan. Sigurvegari deildarinnar vinnur sig beint inn á lokakeppni EM 2020. Í síðustu undankeppnum hefur liðið meðal annars lagt Grikkland í tvígang. „Þegar ég kom hingað fyrir rúmum tíu árum þá var hugarfarið það að þeir ætluðu ekki að tapa of stórt. Nú hugsa þeir öðruvísi og að þeir eigi séns. Framganga Íslands á EM 2016 fannst mér gefa þeim smá „búst“,“ segir Birnir. Argentína Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Norðurlönd Tengdar fréttir Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35 Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Færeyingar eru spenntir fyrir leikjum Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir. Leikur liðsins í dag gegn Nígeríu verður sýndur með íslenskri lýsingu Guðmundar Benediktssonar í stað þess að danskur lýsandi tali yfir leikinn. „Það er gífurleg stemning hérna. Það var gerð skoðanakönnun hérna á hvaða liði menn héldu með á mótinu og þá var Ísland langefst með ríflega fjörutíu prósent svara. Bretar komu næst með um fimmtán prósent og yfirvaldið í Danmörku var í þriðja sæti með rúm tíu,“ segir Birnir S. Hauksson. Birnir hefur búið og starfað í Færeyjum í um áratug. Ástæðan fyrir því að Færeyingar eru svo hallir undir Englendinga segir Birnir vera að Bretar hernámu eyjarnar í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir það hafi íbúar eyjanna haft nokkuð sterkar taugar til Englands. Það séu hins vegar ekki allir hrifnir af Dönum og það fari illa í marga Færeyinga séu þeir kallaðir Danir.Það eru líka tilfinningar í spilinu í Færeyjum.Portalurinn.fo/sverri egholmLeikur Íslands og Argentínu var sýndur á stórum skjá á „trappunni“ í höfuðstaðnum Þórshöfn. Áætlað er að hátt í átta hundruð manns hafi verið þar komin saman. Flestir studdu Ísland og lifðu sig mjög inn í leikinn. Ein argentínsk treyja sást í fjöldanum en sá sem henni klæddist gat ekki annað en klappað Íslendingum lof í lófa eftir leik. „Leikurinn í dag verður sýndur þar aftur. Við vitum náttúrulega ekki hve margir mæta en það mun fara eftir veðri. Að þessu sinni verður það Gummi Ben sem mun hljóma í kerfinu en ekki danskur þulur,“ segir Birnir. Birnir segir að á Evrópumótinu fyrir tveimur árum hafi ávallt verið danskur lýsandi og það hafi valdið því að stemningin var ekki eins mikil og hún hefði getað orðið. Æsingurinn í þeim danska hafi ekki verið jafn mikill og hjá íslenska þulnum.Íslenski fáninn var auðvitað við höndina í Þórshöfn.Portalurinn.fo/sverri egholm„Danir eru með smá minnimáttarkennd gagnvart löndum sem eru fámennari en þeir og finnst þeir hafa rétt á að tala niður til þeirra. Danski lýsandinn er til að mynda ekki að hrósa íslenska liðinu fyrir hvernig það spilar. Þess í stað eru hann oft að gera lítið úr því hvað það er oft varnarsinnað og heldur því fram að það geti ekki neitt annað en að spila vörn. Það er leiðinlegt að hlusta á,“ segir Birnir. Ísland er, eins og kunnugt er, fámennasta þjóðin sem hefur spilað sig inn á lokakeppni stórmóts. Færeyingar eiga hins vegar raunhæfan möguleika á að slá það met með tilkomu Þjóðadeildar UEFA. Liðið leikur í D-deild keppninnar og er í riðli með Möltu, Kósóvó og Aserbaídsjan. Sigurvegari deildarinnar vinnur sig beint inn á lokakeppni EM 2020. Í síðustu undankeppnum hefur liðið meðal annars lagt Grikkland í tvígang. „Þegar ég kom hingað fyrir rúmum tíu árum þá var hugarfarið það að þeir ætluðu ekki að tapa of stórt. Nú hugsa þeir öðruvísi og að þeir eigi séns. Framganga Íslands á EM 2016 fannst mér gefa þeim smá „búst“,“ segir Birnir.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Norðurlönd Tengdar fréttir Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35 Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35
Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00