Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júní 2018 08:00 Færeyingarnir sem fylgdust með leiknum á "trappunni“ lifðu sig mjög inn í leikinn. Portalurinn.fo/sverri egholm Færeyingar eru spenntir fyrir leikjum Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir. Leikur liðsins í dag gegn Nígeríu verður sýndur með íslenskri lýsingu Guðmundar Benediktssonar í stað þess að danskur lýsandi tali yfir leikinn. „Það er gífurleg stemning hérna. Það var gerð skoðanakönnun hérna á hvaða liði menn héldu með á mótinu og þá var Ísland langefst með ríflega fjörutíu prósent svara. Bretar komu næst með um fimmtán prósent og yfirvaldið í Danmörku var í þriðja sæti með rúm tíu,“ segir Birnir S. Hauksson. Birnir hefur búið og starfað í Færeyjum í um áratug. Ástæðan fyrir því að Færeyingar eru svo hallir undir Englendinga segir Birnir vera að Bretar hernámu eyjarnar í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir það hafi íbúar eyjanna haft nokkuð sterkar taugar til Englands. Það séu hins vegar ekki allir hrifnir af Dönum og það fari illa í marga Færeyinga séu þeir kallaðir Danir.Það eru líka tilfinningar í spilinu í Færeyjum.Portalurinn.fo/sverri egholmLeikur Íslands og Argentínu var sýndur á stórum skjá á „trappunni“ í höfuðstaðnum Þórshöfn. Áætlað er að hátt í átta hundruð manns hafi verið þar komin saman. Flestir studdu Ísland og lifðu sig mjög inn í leikinn. Ein argentínsk treyja sást í fjöldanum en sá sem henni klæddist gat ekki annað en klappað Íslendingum lof í lófa eftir leik. „Leikurinn í dag verður sýndur þar aftur. Við vitum náttúrulega ekki hve margir mæta en það mun fara eftir veðri. Að þessu sinni verður það Gummi Ben sem mun hljóma í kerfinu en ekki danskur þulur,“ segir Birnir. Birnir segir að á Evrópumótinu fyrir tveimur árum hafi ávallt verið danskur lýsandi og það hafi valdið því að stemningin var ekki eins mikil og hún hefði getað orðið. Æsingurinn í þeim danska hafi ekki verið jafn mikill og hjá íslenska þulnum.Íslenski fáninn var auðvitað við höndina í Þórshöfn.Portalurinn.fo/sverri egholm„Danir eru með smá minnimáttarkennd gagnvart löndum sem eru fámennari en þeir og finnst þeir hafa rétt á að tala niður til þeirra. Danski lýsandinn er til að mynda ekki að hrósa íslenska liðinu fyrir hvernig það spilar. Þess í stað eru hann oft að gera lítið úr því hvað það er oft varnarsinnað og heldur því fram að það geti ekki neitt annað en að spila vörn. Það er leiðinlegt að hlusta á,“ segir Birnir. Ísland er, eins og kunnugt er, fámennasta þjóðin sem hefur spilað sig inn á lokakeppni stórmóts. Færeyingar eiga hins vegar raunhæfan möguleika á að slá það met með tilkomu Þjóðadeildar UEFA. Liðið leikur í D-deild keppninnar og er í riðli með Möltu, Kósóvó og Aserbaídsjan. Sigurvegari deildarinnar vinnur sig beint inn á lokakeppni EM 2020. Í síðustu undankeppnum hefur liðið meðal annars lagt Grikkland í tvígang. „Þegar ég kom hingað fyrir rúmum tíu árum þá var hugarfarið það að þeir ætluðu ekki að tapa of stórt. Nú hugsa þeir öðruvísi og að þeir eigi séns. Framganga Íslands á EM 2016 fannst mér gefa þeim smá „búst“,“ segir Birnir. Argentína Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Norðurlönd Tengdar fréttir Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35 Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Færeyingar eru spenntir fyrir leikjum Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir. Leikur liðsins í dag gegn Nígeríu verður sýndur með íslenskri lýsingu Guðmundar Benediktssonar í stað þess að danskur lýsandi tali yfir leikinn. „Það er gífurleg stemning hérna. Það var gerð skoðanakönnun hérna á hvaða liði menn héldu með á mótinu og þá var Ísland langefst með ríflega fjörutíu prósent svara. Bretar komu næst með um fimmtán prósent og yfirvaldið í Danmörku var í þriðja sæti með rúm tíu,“ segir Birnir S. Hauksson. Birnir hefur búið og starfað í Færeyjum í um áratug. Ástæðan fyrir því að Færeyingar eru svo hallir undir Englendinga segir Birnir vera að Bretar hernámu eyjarnar í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir það hafi íbúar eyjanna haft nokkuð sterkar taugar til Englands. Það séu hins vegar ekki allir hrifnir af Dönum og það fari illa í marga Færeyinga séu þeir kallaðir Danir.Það eru líka tilfinningar í spilinu í Færeyjum.Portalurinn.fo/sverri egholmLeikur Íslands og Argentínu var sýndur á stórum skjá á „trappunni“ í höfuðstaðnum Þórshöfn. Áætlað er að hátt í átta hundruð manns hafi verið þar komin saman. Flestir studdu Ísland og lifðu sig mjög inn í leikinn. Ein argentínsk treyja sást í fjöldanum en sá sem henni klæddist gat ekki annað en klappað Íslendingum lof í lófa eftir leik. „Leikurinn í dag verður sýndur þar aftur. Við vitum náttúrulega ekki hve margir mæta en það mun fara eftir veðri. Að þessu sinni verður það Gummi Ben sem mun hljóma í kerfinu en ekki danskur þulur,“ segir Birnir. Birnir segir að á Evrópumótinu fyrir tveimur árum hafi ávallt verið danskur lýsandi og það hafi valdið því að stemningin var ekki eins mikil og hún hefði getað orðið. Æsingurinn í þeim danska hafi ekki verið jafn mikill og hjá íslenska þulnum.Íslenski fáninn var auðvitað við höndina í Þórshöfn.Portalurinn.fo/sverri egholm„Danir eru með smá minnimáttarkennd gagnvart löndum sem eru fámennari en þeir og finnst þeir hafa rétt á að tala niður til þeirra. Danski lýsandinn er til að mynda ekki að hrósa íslenska liðinu fyrir hvernig það spilar. Þess í stað eru hann oft að gera lítið úr því hvað það er oft varnarsinnað og heldur því fram að það geti ekki neitt annað en að spila vörn. Það er leiðinlegt að hlusta á,“ segir Birnir. Ísland er, eins og kunnugt er, fámennasta þjóðin sem hefur spilað sig inn á lokakeppni stórmóts. Færeyingar eiga hins vegar raunhæfan möguleika á að slá það met með tilkomu Þjóðadeildar UEFA. Liðið leikur í D-deild keppninnar og er í riðli með Möltu, Kósóvó og Aserbaídsjan. Sigurvegari deildarinnar vinnur sig beint inn á lokakeppni EM 2020. Í síðustu undankeppnum hefur liðið meðal annars lagt Grikkland í tvígang. „Þegar ég kom hingað fyrir rúmum tíu árum þá var hugarfarið það að þeir ætluðu ekki að tapa of stórt. Nú hugsa þeir öðruvísi og að þeir eigi séns. Framganga Íslands á EM 2016 fannst mér gefa þeim smá „búst“,“ segir Birnir.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Norðurlönd Tengdar fréttir Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35 Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Færeyingar fjölmenntu á Tröppurnar til þess að fylgjast með Íslandi - myndir Mikill fjöldi Færeyinga fylgdist með íslenska landsliðinu spila við Argentínu, en leikurinn var sýndur á risaskjá í miðbæ Þórshafnar. 16. júní 2018 16:35
Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Færeyingar styðja strákana okkar hvort sem er í Þórshöfn eða hér í Rússlandi. 21. júní 2018 22:00