Fóru ekki að lögum um Landspítala Sveinn Arnarsson skrifar 22. júní 2018 06:00 Nýr ráðherra ætlar að setja á laggirnar ráðgjafarnefnd fyrir vikulok. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Níu manna ráðgjafarnefnd Landspítala, sem á að vera stjórn spítalans til samráðs og stuðnings í stefnumótun og almennu starfi hans, hefur ekki verið starfandi síðan 2011 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri heilbrigðisráðherrar hafa trassað að skipa í nefndina. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um að ráðherra heilbrigðismála skuli skipa þessa níu manna nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Svandís Svavarsdóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að endurvekja nefndina og mun skipa í hana innan fárra daga. „Það er dýrmætt fyrir spítalann að geta sótt þekkingu og stuðning sem víðast í samfélaginu. Ráðgjafarráðið var í lögum hugsað til þess og mikilvægt að setja það á stofn í samræmi við lög. Ég vænti þess að spítalinn njóti góðs af því, ekki síst í stefnumótun sinni,“ segir Svandís. Þetta ákvæði var sett í lög árið 2007 og í framhaldinu var sett á laggirnar nefnd til fjögurra ára undir formennsku Ingibjargar Pálmadóttur. Sú nefndarskipan rann út 25. október 2011. Því hafa Guðbjartur Hannesson, Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé ekki skipað í þessa nefnd þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum. Samkvæmt lögum um Landspítala skal forstjóri spítalans í samráði við formann nefndar boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir, minnst tvisvar á ári. Ljóst er að slíkir fundir hafa ekki verið haldnir í áraraðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra, segir nefndina geta verið mikilvæga fyrir spítalann. „Ég held að þetta gæti komið sér vel og væri spítalanum til hagsbóta að hafa slíkt aðhald og stuðning utan frá. Því þætti okkur gott að þessi nefnd kæmist aftur á laggirnar,“ segir Anna SigrúnÚr 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) Ráðherra skal skipa níu manns og jafnmarga til vara í ráðgjafarnefnd Landspítala til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Níu manna ráðgjafarnefnd Landspítala, sem á að vera stjórn spítalans til samráðs og stuðnings í stefnumótun og almennu starfi hans, hefur ekki verið starfandi síðan 2011 þrátt fyrir skýr fyrirmæli um það í lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri heilbrigðisráðherrar hafa trassað að skipa í nefndina. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um að ráðherra heilbrigðismála skuli skipa þessa níu manna nefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Svandís Svavarsdóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að endurvekja nefndina og mun skipa í hana innan fárra daga. „Það er dýrmætt fyrir spítalann að geta sótt þekkingu og stuðning sem víðast í samfélaginu. Ráðgjafarráðið var í lögum hugsað til þess og mikilvægt að setja það á stofn í samræmi við lög. Ég vænti þess að spítalinn njóti góðs af því, ekki síst í stefnumótun sinni,“ segir Svandís. Þetta ákvæði var sett í lög árið 2007 og í framhaldinu var sett á laggirnar nefnd til fjögurra ára undir formennsku Ingibjargar Pálmadóttur. Sú nefndarskipan rann út 25. október 2011. Því hafa Guðbjartur Hannesson, Kristján Þór Júlíusson og Óttarr Proppé ekki skipað í þessa nefnd þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum. Samkvæmt lögum um Landspítala skal forstjóri spítalans í samráði við formann nefndar boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir, minnst tvisvar á ári. Ljóst er að slíkir fundir hafa ekki verið haldnir í áraraðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra, segir nefndina geta verið mikilvæga fyrir spítalann. „Ég held að þetta gæti komið sér vel og væri spítalanum til hagsbóta að hafa slíkt aðhald og stuðning utan frá. Því þætti okkur gott að þessi nefnd kæmist aftur á laggirnar,“ segir Anna SigrúnÚr 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) Ráðherra skal skipa níu manns og jafnmarga til vara í ráðgjafarnefnd Landspítala til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Sjá meira