Tollahækkun ESB tekur gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2018 06:29 Jean-Claude Juncker og Donald Trump meðan allt lék í lyndi. Vísir/getty Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur, sem hann kynnti til sögunnar fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og ál um 10 prósent. Frá og með deginum í dag hækkar verðið á vörum á borð við bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa í ríkum Evrópusambandsins um 25 prósent. Þá mun verðið á öðrum bandarískum vörum; eins og skóm, fatnaði og þvottavélum, hækka um helming. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, sem samvarar um 353 milljörðum íslenskra króna. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þrátt fyrir að tollarnir séu nauðsynlegt andsvar við ákvörðun Bandaríkjanna gangi þeir gegn grunnhugsjón sambandsins og allri sögu þess. „Viðbrögð okkar verða að vera skýr en úthugsð,“ er haft eftir Juncker á vef breska ríkisútvarpsins. Af sömu sökum hafa indversk stjórnvöld einnig hækkað tolla á 29 vörur frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru vörur úr stáli og áli ásamt fjölda landbúnaðarafurða. Í þeim hópi eru möndlur en Indverjar eru stærstu viðskiptavinir bandarískra möndlubænda. Því er talið að það verði einna helst bændurnir sem muni súpa seyðið af tollastríði stórveldanna. Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur, sem hann kynnti til sögunnar fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og ál um 10 prósent. Frá og með deginum í dag hækkar verðið á vörum á borð við bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa í ríkum Evrópusambandsins um 25 prósent. Þá mun verðið á öðrum bandarískum vörum; eins og skóm, fatnaði og þvottavélum, hækka um helming. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, sem samvarar um 353 milljörðum íslenskra króna. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þrátt fyrir að tollarnir séu nauðsynlegt andsvar við ákvörðun Bandaríkjanna gangi þeir gegn grunnhugsjón sambandsins og allri sögu þess. „Viðbrögð okkar verða að vera skýr en úthugsð,“ er haft eftir Juncker á vef breska ríkisútvarpsins. Af sömu sökum hafa indversk stjórnvöld einnig hækkað tolla á 29 vörur frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru vörur úr stáli og áli ásamt fjölda landbúnaðarafurða. Í þeim hópi eru möndlur en Indverjar eru stærstu viðskiptavinir bandarískra möndlubænda. Því er talið að það verði einna helst bændurnir sem muni súpa seyðið af tollastríði stórveldanna.
Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Hótar enn hærri tollum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. 19. júní 2018 06:10
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00
Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent