Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:16 Aron Einar gengur af velli vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn