Vandmeðfarin lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:30 Bensódíazepínlyf eru meðal annars notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum. Vísir/Vilhelm Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00