Vandmeðfarin lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:30 Bensódíazepínlyf eru meðal annars notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum. Vísir/Vilhelm Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00