Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 14:11 Mjótt var á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir tveimur árum. Þeir sem gengu í London í dag kröfðust þess að fá að greiða atkvæði um samning ríkisstjórnarinnar við ESB um útgönguna. Vísir/EPA Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina. Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina.
Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57