Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 14:11 Mjótt var á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir tveimur árum. Þeir sem gengu í London í dag kröfðust þess að fá að greiða atkvæði um samning ríkisstjórnarinnar við ESB um útgönguna. Vísir/EPA Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina. Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina.
Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57