Innlent

Vegagerðin vill mislæg gatnamót

Baldur Guðmundsson skrifar
Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. FréttablaðiðValli
Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Þetta segir í nýrri greinargerð Vegagerðarinnar um framtíðarsýn stofnvega á höfuðborgarsvæðinu.

Í framtíðarsýninni er gert ráð fyrir að á stofnvegum verði öll gatnamót mislæg. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa Borgarlínu. Í skýrslunni segir, án þess að Borgarlína sé nefnd á nafn:

„Ef kostnaður vegna vega á höfuðborgarsvæðinu er ætlaður af ríkisfé er ljóst að sveitarfélögum ber að hafa samráð um legu og útfærslu þeirra. Vegagerðin leggur mikla áherslu á að skipulagsvinna á og við vegi í umsjá hennar verði ekki unnin án hennar aðkomu.“


Tengdar fréttir

Þetta eru hættulegustu gatnamót landsins

Við Miklubraut eru þrenn hættulegustu gatnamót landsins þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Sérfræðingur hjá EuroRAP vill götuna í stokk og fleiri hringtorg á höfuðborgarsvæðið. Hann bendir á að öllum hættulegustu gatnamótum la




Fleiri fréttir

Sjá meira


×