Brast í grát vegna eftirsjár í kjölfar kynþáttafordóma á netinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2018 09:30 Roseanne Barr er umdeild. Vísir/AFP Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér. Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00
Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29
Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04