Móðir jörð sýknuð vegna útlendra sjálfboðaliða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 11:10 Úr Vallanesi Fréttablaðið/Valgarður Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00