Fjögurra milljóna dollara leikur gegn Króatíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 15:30 Það er töluvert undir leiknum á morgun. Vísir/Vilhelm Takist íslenska landsliðinu að tryggja sig upp úr D-riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Rússlandi með hagstæðum úrslitum gegn Króötum á morgun tryggja Strákarnir okkar KSÍ minnst fjóra milljón dollara í viðbót við það verðlaunafé sem þegar hefur verið eyrnamerkt sambandinu. Sé miðað við gengi dagsins eru það um 430 milljónir króna sem bætast við þær átta milljónir dollara sem KSÍ hefur þegar tryggt sér, um 860 milljónir króna, í verðlaunafé með því að taka þátt í riðlakeppni HM. Ýmislegt þarf þó að ganga upp svo að Íslandi verði með í 16-liða úrslitum. Tekin var ákvörðun um greiðslur frá FIFA til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni HM á síðasta ári en alls hefur FIFA eyrnamerkt 400 milljónir í verðlaunafé á mótinu sem greitt verður út að því loknu. Liðin sem taka þátt í riðlakeppninni fá líkt og fyrr segir átta milljónir dollara í sinn hlut, liðin sem detta út í 16-liða úrslitum fá samtals tólf milljónir dollara, um 1,3 milljarða króna. Þau lið sem detta út í fjórðungsúrslitum fá samtals 16 milljónir dollara í sinn hlut, 1,7 milljarða króna og svona mætti áfram telja. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari fær samtals 38 milljónir dollara í verðlaunafé frá FIFA, um 4,1 milljarð króna en nánari útlistun má nálgast hér.Landsliðið æfði á vellinum í Rostov-við-Don í dag þar sem leikurinn gegn Króatíu fer fram.Vísir/VilhelmKSÍ þegar tryggt sér rétt rúman milljarð Þá fær hvert lið 1,5 milljónir dollara frá FIFA í svokallaðan undirbúningskostnað, um 160 milljónir króna. Er sá kostnaður ætlaður til þess að dekka kostnað sem fellur á samböndin vegna mótsins.KSÍ hefur því tryggt sér minnst 9,5 milljónir dollara frá FIFA vegna mótsins, rétt rúman milljarð og fer sú upphæð í að lágmarki 13,5 milljón dollara, 1,45 milljarða króna, takist liðinu að komast í 16-liða úrslit. Þó má reikna með að kostnaður KSÍ vegna mótsins sé talsverðurenda er litlu til sparað í tengslum við mótiðog hafa landsliðsmenn og þjálfarar hrósað starfsmönnumKSÍ fyrir góðan undirbúning.Einnig má reikna með því að aðildarfélög KSÍ njóti góðs af velgengni landsliðsins enalls úthlutaði KSÍ 453 milljónum af verðlaunafénusem fékkst vegna þáttöku liðsins á EM fyrir tveimur árum til aðildarfélaga sinna. Um tveir milljarðar króna voru greiddir til KSÍvegna góðs árangurs á EM þar sem liðið komst í átta liða úrslit.Þá er ljóst að leikmenn landsliðsins munu fá sinn skerf af verðlaunafénu enda tíðkast það að samið sé um bónusgreiðslur til leikmanna í tengslum við þátttöku á stórmótum, líkt og gert var fyrir EM. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM. 16. ágúst 2016 14:06 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Takist íslenska landsliðinu að tryggja sig upp úr D-riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Rússlandi með hagstæðum úrslitum gegn Króötum á morgun tryggja Strákarnir okkar KSÍ minnst fjóra milljón dollara í viðbót við það verðlaunafé sem þegar hefur verið eyrnamerkt sambandinu. Sé miðað við gengi dagsins eru það um 430 milljónir króna sem bætast við þær átta milljónir dollara sem KSÍ hefur þegar tryggt sér, um 860 milljónir króna, í verðlaunafé með því að taka þátt í riðlakeppni HM. Ýmislegt þarf þó að ganga upp svo að Íslandi verði með í 16-liða úrslitum. Tekin var ákvörðun um greiðslur frá FIFA til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni HM á síðasta ári en alls hefur FIFA eyrnamerkt 400 milljónir í verðlaunafé á mótinu sem greitt verður út að því loknu. Liðin sem taka þátt í riðlakeppninni fá líkt og fyrr segir átta milljónir dollara í sinn hlut, liðin sem detta út í 16-liða úrslitum fá samtals tólf milljónir dollara, um 1,3 milljarða króna. Þau lið sem detta út í fjórðungsúrslitum fá samtals 16 milljónir dollara í sinn hlut, 1,7 milljarða króna og svona mætti áfram telja. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari fær samtals 38 milljónir dollara í verðlaunafé frá FIFA, um 4,1 milljarð króna en nánari útlistun má nálgast hér.Landsliðið æfði á vellinum í Rostov-við-Don í dag þar sem leikurinn gegn Króatíu fer fram.Vísir/VilhelmKSÍ þegar tryggt sér rétt rúman milljarð Þá fær hvert lið 1,5 milljónir dollara frá FIFA í svokallaðan undirbúningskostnað, um 160 milljónir króna. Er sá kostnaður ætlaður til þess að dekka kostnað sem fellur á samböndin vegna mótsins.KSÍ hefur því tryggt sér minnst 9,5 milljónir dollara frá FIFA vegna mótsins, rétt rúman milljarð og fer sú upphæð í að lágmarki 13,5 milljón dollara, 1,45 milljarða króna, takist liðinu að komast í 16-liða úrslit. Þó má reikna með að kostnaður KSÍ vegna mótsins sé talsverðurenda er litlu til sparað í tengslum við mótiðog hafa landsliðsmenn og þjálfarar hrósað starfsmönnumKSÍ fyrir góðan undirbúning.Einnig má reikna með því að aðildarfélög KSÍ njóti góðs af velgengni landsliðsins enalls úthlutaði KSÍ 453 milljónum af verðlaunafénusem fékkst vegna þáttöku liðsins á EM fyrir tveimur árum til aðildarfélaga sinna. Um tveir milljarðar króna voru greiddir til KSÍvegna góðs árangurs á EM þar sem liðið komst í átta liða úrslit.Þá er ljóst að leikmenn landsliðsins munu fá sinn skerf af verðlaunafénu enda tíðkast það að samið sé um bónusgreiðslur til leikmanna í tengslum við þátttöku á stórmótum, líkt og gert var fyrir EM.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM. 16. ágúst 2016 14:06 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00
Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM. 16. ágúst 2016 14:06