Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 15:22 Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. Vísir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landsspítalanum, er einn af þeim sjö sem rektor Karólínska háskólasjúkrahússins hefur sagt ábyrga fyrir vísindalegu misferli í plastbarkamálinu svokallaða. Úrskurðurinn var birtur á vef Karolínska sjúkrahússins í dag. Peter Andréasson, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson.Tómas Guðbjartsson og Andamarian Beyene sumarið 2012.Vísir/VilhelmAð mati Ole Petter Ottersen, rektors Karolínska sjúkrahússins, eigi þrjátíu og einn höfundur sök í málinu fyrir framlag sitt til vísindagreinanna en þeir séu aftur á móti ekki ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til alvarlegra ágalla í þeim upplýsingum sem voru lagðar fram. Þær hafi bæði verði ónákvæmar og villandi. Í vísindagreinum læknanna hefðu verið settar fram afbakaðar og falsaðar lýsingar á ástandi sjúklinganna fyrir og eftir aðgerð. Þá kemur það auk þess fram í rannsókninni að skortur hafi verið á læknisfræðilegum rökstuðningi fyrir því að láta sjúklinga gangast undir aðgerðina. Þessi úrskurður, sem er byggður á nýrri rannsókn á sex vísindagreinum, snýr við ákvörðun rektors frá árinu 2015. Ákveðið var að hefja rannsókn að nýju í febrúar 2016. Stofnunin krefst þess að sex fræðigreinar verði afturkallaðar hið fyrsta. „Þetta er niðurstaða sem byggð er á vandlegri rannsókn á máli sem hefur haft víðtækar afleiðingar fyrir Karolínska sjúkrahúsið, fræðasamfélagið í heild og þá hefur það einnig skert trú almennings á rannsóknir í læknavísindum. Þetta hefur þó sérstaklega haft skelfilegar afleiðingar fyrir sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra og það harma ég. Karólínska sjúkrahúsið mun áfram gera ráðstafanir, sem eru nauðsynlegar, til að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti komið fyrir aftur,“ segir Ole Petter Ottersen, rektor Karolínska sjúkrahússins. Heilbrigðismál Plastbarkamálið Tengdar fréttir Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landsspítalanum, er einn af þeim sjö sem rektor Karólínska háskólasjúkrahússins hefur sagt ábyrga fyrir vísindalegu misferli í plastbarkamálinu svokallaða. Úrskurðurinn var birtur á vef Karolínska sjúkrahússins í dag. Peter Andréasson, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson.Tómas Guðbjartsson og Andamarian Beyene sumarið 2012.Vísir/VilhelmAð mati Ole Petter Ottersen, rektors Karolínska sjúkrahússins, eigi þrjátíu og einn höfundur sök í málinu fyrir framlag sitt til vísindagreinanna en þeir séu aftur á móti ekki ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til alvarlegra ágalla í þeim upplýsingum sem voru lagðar fram. Þær hafi bæði verði ónákvæmar og villandi. Í vísindagreinum læknanna hefðu verið settar fram afbakaðar og falsaðar lýsingar á ástandi sjúklinganna fyrir og eftir aðgerð. Þá kemur það auk þess fram í rannsókninni að skortur hafi verið á læknisfræðilegum rökstuðningi fyrir því að láta sjúklinga gangast undir aðgerðina. Þessi úrskurður, sem er byggður á nýrri rannsókn á sex vísindagreinum, snýr við ákvörðun rektors frá árinu 2015. Ákveðið var að hefja rannsókn að nýju í febrúar 2016. Stofnunin krefst þess að sex fræðigreinar verði afturkallaðar hið fyrsta. „Þetta er niðurstaða sem byggð er á vandlegri rannsókn á máli sem hefur haft víðtækar afleiðingar fyrir Karolínska sjúkrahúsið, fræðasamfélagið í heild og þá hefur það einnig skert trú almennings á rannsóknir í læknavísindum. Þetta hefur þó sérstaklega haft skelfilegar afleiðingar fyrir sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra og það harma ég. Karólínska sjúkrahúsið mun áfram gera ráðstafanir, sem eru nauðsynlegar, til að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti komið fyrir aftur,“ segir Ole Petter Ottersen, rektor Karolínska sjúkrahússins.
Heilbrigðismál Plastbarkamálið Tengdar fréttir Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30
Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30