Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 16:33 Dalic er að gera flotta hluti með króatíska liðið. vísir/getty Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. „Ísland sendi okkur í umspilið en þetta er önnur keppni núna. Við erum komnir áfram en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu. Við ætlum að vinna og það væri gaman að ná fram hefndum. Tapið síðast var sárt,“ sagði þjálfari Króata, Zlatko Dalic, á blaðamannafundi Króata nú síðdegis. „Við vitum allt um Ísland og þeir vita allt um okkur eftir leiki okkar síðustu ár. Það eru engin leyndarmál. Við vitum að við verðum að verjast löngu sendingunum þeirra sem og föstu leikatriðunum. Þar eru þeir mjög sterkir. Við berum virðingu fyrir íslenska liðinu sem er gott enda varð það í efsta sæti okkar riðils í undankeppninni.“ Dalic var talsvert spurður út í væl Argentínumanna yfir því að hann ætlaði sér að gera miklar breytingar á liðinu þar sem Króatar eru komnir áfram. „Við undirbúum okkur alltaf eins og ætlum alltaf að vinna. Við ætlum að halda toppsætinu sem við höfum unnið fyrir. Mér er alveg sama hvað önnur lið eru að segja. Við hugsum bara um okkur,“ sagði þjálfarinn en hann hefur litlar áhyggjur af því að meirihluti áhorfenda verði á bandi Íslands í leiknum. „Það héldu allir með Argentínu í síðasta leik og það truflaði okkur ekki neitt. Það vorum við sem enduðum á því að fagna. Við erum með reynslumikla menn sem spila fyrir framan stórar stúkur í hverri viku og láta svona ekki trufla sig.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 „Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. „Ísland sendi okkur í umspilið en þetta er önnur keppni núna. Við erum komnir áfram en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu. Við ætlum að vinna og það væri gaman að ná fram hefndum. Tapið síðast var sárt,“ sagði þjálfari Króata, Zlatko Dalic, á blaðamannafundi Króata nú síðdegis. „Við vitum allt um Ísland og þeir vita allt um okkur eftir leiki okkar síðustu ár. Það eru engin leyndarmál. Við vitum að við verðum að verjast löngu sendingunum þeirra sem og föstu leikatriðunum. Þar eru þeir mjög sterkir. Við berum virðingu fyrir íslenska liðinu sem er gott enda varð það í efsta sæti okkar riðils í undankeppninni.“ Dalic var talsvert spurður út í væl Argentínumanna yfir því að hann ætlaði sér að gera miklar breytingar á liðinu þar sem Króatar eru komnir áfram. „Við undirbúum okkur alltaf eins og ætlum alltaf að vinna. Við ætlum að halda toppsætinu sem við höfum unnið fyrir. Mér er alveg sama hvað önnur lið eru að segja. Við hugsum bara um okkur,“ sagði þjálfarinn en hann hefur litlar áhyggjur af því að meirihluti áhorfenda verði á bandi Íslands í leiknum. „Það héldu allir með Argentínu í síðasta leik og það truflaði okkur ekki neitt. Það vorum við sem enduðum á því að fagna. Við erum með reynslumikla menn sem spila fyrir framan stórar stúkur í hverri viku og láta svona ekki trufla sig.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 „Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55
„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04
„Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26
Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30