Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 10:30 Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira