Ekki víst að ég komist inn Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 08:00 Ingibjörg er að vinna í kirkjugarði og er ánægð með að viðtalið birtist innan um andlátsauglýsingar. "Ég er vön að vera innan um dáið fólk,“ segir hún. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
„Ég er bara í vinnunni og heyri illa til þín því það er vél að keyra fram hjá,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Linnet þegar ég hringi í hana sem fulltrúa þeirra sem tóku við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ á mánudaginn. Það kemur í ljós að vinna hennar felst í að hreinsa beð í Fossvogskirkjugarði en hún er búin að sækja um nám í læknisfræði í HÍ. „Mér finnst mannslíkaminn áhugaverður og auk þess þykir mér gaman að hjálpa fólki svo ég hugsaði að læknisfræðin væri eitthvað sem ég ætti að skoða. En ég er ekki búin að fá niðurstöður úr inntökuprófinu svo það er ekki víst að ég komist inn,“ tekur hún fram. Ingibjörg Ragnheiður hefur fengist við tónlist og á ekki langt að sækja það, mamma hennar er söngkonan Jóhanna Linnet. „Ég er búin að spila á trompet og píanó frekar lengi og er með framhaldspróf á bæði hljóðfærin. Var í MH, kláraði náttúrufræðibraut og tónlistarbraut og var líka í skólakórnum. Þegar ég varð stúdent í desember 2017 fór ég yfir í Hamrahlíðarkórinn sem er fyrir þá sem geta ekki hætt!“Þrjátíu og þrír nemendur sem hyggjast hefja nám við HÍ í haust var úthlutað styrkjum við hátíðlega athöfn.Kristinn IngvarssonEinnig er Ingibjörg formaður í ungmennaráði Barnaheilla. „Tvíburasystir mín var formaður í mörg ár. Svo hætti hún og ég bauð mig fram. En við byrjuðum af því að einn kennari í skólanum var í Barnaheillum. Ég hef lengi haft áhuga á mannréttindum og kynnst góðu fólki gegnum þetta starf. Við höfum verið með fatasöfnun fyrir nýbúa á Íslandi og vinaverkefni, við vekjum athygli á Barnasáttmálanum og erum talsmenn barna.“ Hún kveðst hafa setið fundi velferðarnefndar Alþingis og ríkisstjórnarfund, lagt þar fram erindi og spurningar og fengið spurningar til baka. Erfitt getur verið að velja framtíðarbraut þegar áhuginn liggur víða, það viðurkennir Ingibjörg. „Maður hættir kannski aldrei í tónlist,“ segir hún en kveðst þó lítið hafa starfað sem tónlistarmaður. „Ég hef aðeins kennt trompetleik í Skólahljómsveit Kópavogs og fengið borgað fyrir það og líka einhver gigg sem ég hef tekið þátt í. En annars verið að spila með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden.“ Spurð hvernig síðarnefnda sveitin æfi svarar hún: „Fólk hittist á námskeiðum á sumrin, vinnur með lærðu tónlistarfólki, æfir í tvær, þrjár vikur og fer svo í tónleikaferð. Mjög skemmtilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira