Viðskipti innlent

BBA Legal hagnaðist um 77 milljónir í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Baldvin Björn Haraldsson, einn eigenda BBA Legal
Baldvin Björn Haraldsson, einn eigenda BBA Legal
Hagnaður BBA Legal, sem er ein af stærstu lögmannsstofum landsins, nam tæplega 77 milljónum króna á síðasta ári og jókst um rúmar 50 milljónir frá fyrra ári. Til samanburðar hagnaðist lögmannsstofan um ríflega 263 milljónir árið 2015.

Tekjur stofunnar námu um 439 milljónum króna í fyrra, borið saman við 400 milljónir króna árið 2016, og þá voru rekstrargjöldin rúmlega 349 milljónir á síðasta ári. Drógust þau saman um hátt í þrjú prósent á milli ára. Afkoma BBA Legal frá falli fjármálakerfisins hefur verið afar góð en til marks um það nam uppsafnaður hagnaður lögmannsstofunnar á árunum 2009 til 2015 samtals um 1.600 milljónum króna.

Stærstu hluthafar BBA Legal, sem eiga hver um sig 21,4 prósenta hlut, eru Baldvin Björn Haraldsson, Einar Baldvin Árnason, Ásgeir Árni Ragnarsson og Atli Björn Þorbjörnsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×