Haraldur gleymdist við útskriftarathöfn hjá HÍ Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Haraldur Sigþórsson átti ekki góðan útskriftardag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði