Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty „Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
„Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira