Körfubolti

Njarðvíkingar safna Íslandsvinum fyrir næsta vetur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gerald Robinson
Gerald Robinson Af heimasíðu Njarðvíkur
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur gert samning við Gerald Robinson þess efnis að hann leiki með liðinu í Dominos-deild karla á komandi leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga.

Robinson þessi er 34 ára gamall með bandarískan og hollenskan ríkisborgararétt. Hann hefur áður leikið á Íslandi en hann lék með Haukum 2010-2011 og hálft tímabil með Hetti í 1.deildinni árið 2014.

Hann er 202 sentimetrar á hæð og spilar í stöðu kraftframherja auk þess að geta leikið sem miðherji. Hann lék síðast í Englandi en hefur einnig leikið í Frakklandi og Hollandi. Í sumar mun hann leika í Bólivíu en kemur svo til móts við Njarðvíkinga í haust þegar nær dregur Dominos-deildinni.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Njarðvíkur frá síðustu leiktíð en liðið samdi á dögunum við tvo aðra erlenda leikmenn í þeim Mario Matasovic og Jeb Ivey. Þá eru Njarðvíkingar búnir að næla í Ólaf Helga Jónsson og Jón Arnór Sverrisson auk þess sem Einar Árni Jóhannsson tók við þjálfun liðsins á vordögum.


Tengdar fréttir

Króatískur miðherji til Njarðvíkur

Njarðvík hefur samið við 203 sentimetra miðherja frá Króatíu um að leika með liðinu í Dominos-deild karla á næstu leiktíð.

Nat-vélin spilar ekki áfram í Njarðvík næsta vetur

Ragnar Ágúst Nathanaelsson spilar ekki með Njarðvík í Domino´s deild karla næsta vetur. Njarðvíkingar tilkynntu í dag að samstarfi Njarðvíkur og miðherjans verði ekki áframhaldið á næstu leiktíð.

Ólafur Helgi til Njarðvíkur

Ólafur Helgi Jónsson er genginn til liðs við Njarðvík en körfuknattleiksdeild félagsins staðfesti það fyrr í dag en hann skrifaði undir þriggja ára samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×