Kallaði hann þá meðal annars „skítseyði,“ og „hæfileikalausa“ en spjallþáttastjórnendur á borð við Stephen Colbert, Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel hafa frá því að Trump tók við embætti gert miskunnarlaust grín að honum og stefnu hans.
Í þáttum gærkvöldsins tóku Fallon og Colbert ummælin fyrir og með hjálp Conan O'Brien, kollega þeirra, gerðu þeir stólpagrín að forsetanum. Tóku þeir upp atriði sem sýnt var í upphafi beggja þátta Fallon og Colbert undir yfirskriftinni „Síðkvöldsskítseyðin“
Er það afar óvenjulegt enda spjallþáttastjórnendurnir Fallon og Colbert í harðri samkeppni við hvorn annann.
Atriði þeirra má sjá hér að neðan og þar fyrir neðan má sjá hvernig Stephen Colbert tók málið nánar fyrir síðar í þætti hans.
Late night hosts @StephenAtHome, @JimmyFallon and @ConanOBrien collude with each other on how to respond to the president. #LSSCpic.twitter.com/slMtGxnOhL
— The Late Show (@colbertlateshow) June 26, 2018