Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Gissur Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. júní 2018 12:44 Frá Fáskrúðsfirði þar sem mennirnir voru handteknir í gær. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. Aðdragandi handtökunnar var sá að að þegar íbúi á Fáskrúðsfirði kom að innbrotsþjófi á heimili sínu í gær, kýldi þjófurinn húsráðanda í magann og komst undan á hlaupum. Hann fór upp í bíl sem ók á brott á ofsahraða. Lögreglan veitti honum eftirför, en brátt var ákveðið að senda lögreglubíl frá Egilsstöðum til að gera bílnum fyrirsát í grennd við Breiðdalsvík. Þar hafnaði bíllinn utan vegar og reyndust þá tveir menn vera í honum og voru þeir báðir handteknir og vistaðir í fangageymslum. Að sögn Þórhalls Árnasonar varðstjóra í lögreglunni á Austurlandi eru yfirheyrslur hafnar, en rannsóknin teljist þó enn á frumstigi. Grunur leiki þó á að mennirnir hafi komið hingað til lands gagngert til að stunda þjófnað og að þýfi hafi meðal annars fundist í bíl þeirra. Túlkar aðstoða við yfirheyrslunar, sem munu vera á byrjunarstigi.Möguleg tengsl við innbrot á Norður- og Vesturlandi Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að verið sé að rannsaka hvort innbrotið á Fáskrúðsfirði tengist innbroti á Sauðárkróki sem framið var á mánudag, og þá enn fremur hvort þar hafi verið sömu menn að verki. „Við erum að vinna í samvinnu við lögregluna á Austurlandi til að komast að því hvort þetta tengist,“ segir Pétur í samtali við Vísi en ekkert sé þó hægt að fullyrða enn þá um tengsl málanna. Þá hefur fréttastofa auk þess heimildir fyrir því að brotist hafi verið inn í hús á Hellissandi um helgina og þaðan stolið skartgripum og reiðufé. Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi í dag til að spyrjast fyrir um möguleg tengsl innbrotsins á Hellissandi og innbrotanna á Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði. Lögreglumál Tengdar fréttir Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. Aðdragandi handtökunnar var sá að að þegar íbúi á Fáskrúðsfirði kom að innbrotsþjófi á heimili sínu í gær, kýldi þjófurinn húsráðanda í magann og komst undan á hlaupum. Hann fór upp í bíl sem ók á brott á ofsahraða. Lögreglan veitti honum eftirför, en brátt var ákveðið að senda lögreglubíl frá Egilsstöðum til að gera bílnum fyrirsát í grennd við Breiðdalsvík. Þar hafnaði bíllinn utan vegar og reyndust þá tveir menn vera í honum og voru þeir báðir handteknir og vistaðir í fangageymslum. Að sögn Þórhalls Árnasonar varðstjóra í lögreglunni á Austurlandi eru yfirheyrslur hafnar, en rannsóknin teljist þó enn á frumstigi. Grunur leiki þó á að mennirnir hafi komið hingað til lands gagngert til að stunda þjófnað og að þýfi hafi meðal annars fundist í bíl þeirra. Túlkar aðstoða við yfirheyrslunar, sem munu vera á byrjunarstigi.Möguleg tengsl við innbrot á Norður- og Vesturlandi Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að verið sé að rannsaka hvort innbrotið á Fáskrúðsfirði tengist innbroti á Sauðárkróki sem framið var á mánudag, og þá enn fremur hvort þar hafi verið sömu menn að verki. „Við erum að vinna í samvinnu við lögregluna á Austurlandi til að komast að því hvort þetta tengist,“ segir Pétur í samtali við Vísi en ekkert sé þó hægt að fullyrða enn þá um tengsl málanna. Þá hefur fréttastofa auk þess heimildir fyrir því að brotist hafi verið inn í hús á Hellissandi um helgina og þaðan stolið skartgripum og reiðufé. Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi í dag til að spyrjast fyrir um möguleg tengsl innbrotsins á Hellissandi og innbrotanna á Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði.
Lögreglumál Tengdar fréttir Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Miklum verðmætum stolið á Sauðárkróki Lögreglan biður Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varan á sér. 25. júní 2018 14:04
Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15