David Lynch leiðréttir fréttaflutning um stuðning sinn við Trump Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. júní 2018 16:15 Kvikmyndir leikstjórans David Lynch þykja súrrealískar og óræðar. Gárungar hafa gantast með að nú hafi Donald Trump tekist að láta leikstjórann útskýra eitthvað í fyrsta skipti á sínum ferli. Vísir/Getty Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra. Donald Trump Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra.
Donald Trump Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira