Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 06:31 James Mattis hitti Xi Jinping á þriggja daga ferð sinn um Kína. Vísir/Getty Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki „gefa eftir tommu af landsvæði sínu“ til að ná því markmiði. Þetta kom fram í máli Xi Jinping eftir fund hans með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis er fyrsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sem fer í opinbera heimsókn til Kína frá árinu 2014. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu, ekki síst vegna tollastríðsins sem hófst í upphafi þessa árs. Þá hafa málefni eyja í Suður-Kínahafi verið mikið þrætuepli á alþjóðavettvangi. Kínverjar gera tilkall til eyjanna, þar sem þeir hafa meðal annars reist voldugar herstöðvar, í mikilli óþökk annarra ríkja Austur-Asíu. Þá hafa Bandaríkjamenn í gegnum tíðina sakað Kínverja um að búa til gervieyjar og byggja þar upp aðstöðu til að tryggja enn fremur yfirráð sín á svæðinu.Mattis sagði að fundur sinn með Xi hafi verið mjög góður og bætti við að Bandaríkin myndu leggja aukna áherslu á að styrkja hernaðarbandalag ríkjanna. Xi ítrekaði að Kínverjar væru friðsæl þjóð en undirstrikaði að þeir myndu ekki gefa eftir neitt af því landsvæði sem þeir teldu réttilega þeirra. „Við getum ekki glatað einni tommu af því landsvæði sem forfeður okkar skildu eftir,“ er haft eftir Xí í kínverskum miðlum. Hann bætti þó við að Kínverjum „langaði þó ekkert í“ eignir eða landsvæði annarra þjóða. Um Suður-Kínahaf liggja mikilvægar og verðmætar siglingaleiðir. Þar að auki er talið að á hafsbotninum kunni að finnast mikið magn olíu og jarðgass. Mattis mun næsta funda með stjórnvöldum í Suður-Kóreu og Japan. Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki „gefa eftir tommu af landsvæði sínu“ til að ná því markmiði. Þetta kom fram í máli Xi Jinping eftir fund hans með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis er fyrsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sem fer í opinbera heimsókn til Kína frá árinu 2014. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu, ekki síst vegna tollastríðsins sem hófst í upphafi þessa árs. Þá hafa málefni eyja í Suður-Kínahafi verið mikið þrætuepli á alþjóðavettvangi. Kínverjar gera tilkall til eyjanna, þar sem þeir hafa meðal annars reist voldugar herstöðvar, í mikilli óþökk annarra ríkja Austur-Asíu. Þá hafa Bandaríkjamenn í gegnum tíðina sakað Kínverja um að búa til gervieyjar og byggja þar upp aðstöðu til að tryggja enn fremur yfirráð sín á svæðinu.Mattis sagði að fundur sinn með Xi hafi verið mjög góður og bætti við að Bandaríkin myndu leggja aukna áherslu á að styrkja hernaðarbandalag ríkjanna. Xi ítrekaði að Kínverjar væru friðsæl þjóð en undirstrikaði að þeir myndu ekki gefa eftir neitt af því landsvæði sem þeir teldu réttilega þeirra. „Við getum ekki glatað einni tommu af því landsvæði sem forfeður okkar skildu eftir,“ er haft eftir Xí í kínverskum miðlum. Hann bætti þó við að Kínverjum „langaði þó ekkert í“ eignir eða landsvæði annarra þjóða. Um Suður-Kínahaf liggja mikilvægar og verðmætar siglingaleiðir. Þar að auki er talið að á hafsbotninum kunni að finnast mikið magn olíu og jarðgass. Mattis mun næsta funda með stjórnvöldum í Suður-Kóreu og Japan.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30
Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“