Trúði því varla þegar Messi sýndi honum fótinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 23:00 Lionel Messi fagnar marki sínu. Borðinn var væntanlega á sínum stað. Vísir/Getty Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira