Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2018 12:31 Ármann Kr. Ólafsson tók að nýju við bæjarstjórastólnum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Vísir/Arnþór/Anton Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur lagt til við bæjarstjórn þar í bæ að laun kjörinna fulltrúa, þar á meðal bæjarstjóra, verði lækkuð um 15 prósent. Launaþróun kjörinna fulltrúa, og þá einkum Ármanns sjálfs, hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði. Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. Var henni að því búnu vísað til forsætisnefndar með öllum greiddum atkvæðum.Sjá einnig: Laun Ármanns fram úr hófi Eins og áður sagði hefur úrskurður kjararáðs um hraustlega hækkun á launum þingmanna verið harðlega gagnrýnd en sú hækkun hafði áhrif á sveitarstjórnarstigið. Laun Ármanns, sem er einn launahæsti bæjarstjóri landsins, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 og fékk hann alls tæpar 2,5 milljónir á mánuði í fyrra fyrir bæjarstjórastarfið. Þá hækkuðu laun fulltrúa í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar sömuleiðis um 20 prósent. Greinargerð um tillögu Ármanns má sjá í heild hér að neðan:Í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjör þingmanna samþykkti bæjarstjórn Kópavogs á nýliðnu kjörtímabili að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hjá Kópavogsbæ. Hækkunin tók þó ekki mið af úrskurði kjararáðs heldur var hækkunin lægri en þar var kveðið á um og tók þess í stað mið af þróun launavísitölu á vinnumarkaði. Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú.Margrét Friðriksdóttir lagði til að tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar verði vísað til úrvinnslu forsætisnefndar. Var það samþykkt með 11 atkvæðum. Kjaramál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur lagt til við bæjarstjórn þar í bæ að laun kjörinna fulltrúa, þar á meðal bæjarstjóra, verði lækkuð um 15 prósent. Launaþróun kjörinna fulltrúa, og þá einkum Ármanns sjálfs, hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði. Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. Var henni að því búnu vísað til forsætisnefndar með öllum greiddum atkvæðum.Sjá einnig: Laun Ármanns fram úr hófi Eins og áður sagði hefur úrskurður kjararáðs um hraustlega hækkun á launum þingmanna verið harðlega gagnrýnd en sú hækkun hafði áhrif á sveitarstjórnarstigið. Laun Ármanns, sem er einn launahæsti bæjarstjóri landsins, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 og fékk hann alls tæpar 2,5 milljónir á mánuði í fyrra fyrir bæjarstjórastarfið. Þá hækkuðu laun fulltrúa í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar sömuleiðis um 20 prósent. Greinargerð um tillögu Ármanns má sjá í heild hér að neðan:Í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjör þingmanna samþykkti bæjarstjórn Kópavogs á nýliðnu kjörtímabili að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hjá Kópavogsbæ. Hækkunin tók þó ekki mið af úrskurði kjararáðs heldur var hækkunin lægri en þar var kveðið á um og tók þess í stað mið af þróun launavísitölu á vinnumarkaði. Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú.Margrét Friðriksdóttir lagði til að tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar verði vísað til úrvinnslu forsætisnefndar. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.
Kjaramál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent