Allt undir Hörður Ægisson skrifar 29. júní 2018 10:00 Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Hörður Ægisson Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun