„Þægileg“ leið enska landsliðsins í úrslitaleik HM að verða enn „þægilegri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 11:30 James Rodriguez gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Vísir/Getty Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira