Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2018 14:00 Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra fagnar því að dómstóllinn taki afstöðu til kærunnar sem fyrst. vísir/ernir „Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
„Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira