Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 12:29 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sést hér fyrir aftan Jón H. B. Snorrason, saksóknara, þegar krafan um vanhæfi var tekin fyrir í Landsrétti. vísir/eyþór Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57